Ég fór í viku sólarlandaferð í sumar, nánar tiltekið til Spánar. Alein. Fólk horfir á mig með undrunaraugum og trúir mér ekki þegar ég segi frá þessu. Það heldur að þegar ég segi "alein", þá sé ég að meina eitthvað annað. Ástæðan fyrir því að ég fór á sólarströnd var til að fá algjöra hvíld. Ég fór ein af því mig langaði til þess. Ég var ekki hrædd. Það var fullt af fólki í kringum mig allan tímann, aðallega smábörn og eldri borgarar sem gerðu ekki flugu mein. Ég var ekki einmana. Eins og ég segi þá var fullt af fólki í kringum mig, en það góða var að ég þurfti ekki að sinna því :) Mér leiddist ekki. Ég hafði nóg að gera við að slaka á. Þetta var algjörlega frábært frí. Ég svaf út, fékk mér morgunmat á hótelinu og tók mér góðan tíma. Lét steikja handa mér egg og beikon, borðaði brauð og ferska ávexti og drakk cava með. Eftir morgunmatinn rölti ég út í hótelgarðinn og tók þátt í líkamsrækt dagsins, sem var annaðhvort zumba eða eróbik, með hinum hótelgestunum. Eftir smá puð skellti ég mér í bikiní og fór með bækurnar mínar og sólarvörn númer 50 að sundlaugarbakkanum, fann mér bekk á góðum stað og lá þar og dormaði í nokkra tíma. Meðan sólin var sem hæst á lofti fór ég í göngutúra meðfram ströndinni, skoðaði í búðir eða verslaði eitthvað létt í matinn. Svo lagðist ég bara aftur á bekkinn annaðhvort við sundlaugina eða á ströndinni, sleikti sólina, las og skoðaði blöð þar til komið var kvöld. Þá var kominn tími á að sjæna sig aðeins fyrir kvöldmatinn. Ég sat lengi og borðaði alls kyns fisk, sjávarrétti, ferskt grænmeti, osta og ávexti og fylgdist með dramatískum og háværum spænskum stórfjölskyldum. Þetta (ekkert) gerði ég í sjö daga og kom úthvíld og endurnærð heim til mín. Ég get ekki annað en mælt með þessu og vona að ég hafi tækifæri til að gera þetta aftur. - Helst á hverju ári :)
I went on a vacation this summer to the South of Spain. By myself. People look at me funny when I tell them this, because when I say that I went there "alone" they think that means something else. The reason that I picked a beach vacation was to get a good rest. I went by myself because I wanted to. I wasn't afraid. There were plenty of people around me, most of them children and senior citizens who are quite harmless. I wasn't lonely, as I said there were plenty of people around me but I didn't have to take care of any of them :) I wasn't bored. I was busy relaxing. I slept in, had breakfast at the hotel, where I took my time to eat a big meal including bacon and eggs and always a glass of cava. After breakfast I went out to the hotel garden and did the work-out of the day (which was either zumba or aerobics) with other hotel guests. After that I changed into a bikini, picked up my books and sunscreen and lay in the sun for a few hours, dipping in the pool when too hot. During the hottest time of the day I took a stroll on the beach or did some shopping. I lay in the sun again til early evening when it was time to change and go to dinner. I sat for a long time, eating a lot of fresh seafood, locally grown vegetables, fruit and cheese and while at it I did some people watching - Spanish families are loud, passionate and dramatic with adorable kids :) This (nothing) is what I did for seven days. I came home relaxed, refreshed and tanned. I hope I 'll have the chance to do this again someday.
- In fact I'd want to do this every year :)
Xx Eva
Image: fancy.com
Hljómar ágætlega (:
ReplyDeleteNæs!
ReplyDelete