6.6.14

In the kitchen - Roasted chicken with watermelon salad and basil mayonnaise


Ég held að það sé óhætt að segja að sumarið sé komið!  Ég er búin að vera svo löt að elda síðustu vikurnar en er að reyna taka mig á, ætti ekki að vera erfitt þar sem aðal grilltíminn er að byrja :-) Við grilluðum reyndar ekki í gær en ofnsteiktur kjúklingur varð fyrir valinu -balsamedik og hunangs marineringin klikkar ekki. Ég gerði majónes í fyrsta skipti og örugglega ekki það síðasta, vatnsmelónusalatið passaði fullkomnlega með, léttur og sumarlegur matur :-)


Steiktur balsamedik- og hunangsmareineraður kjúklingur 

* 1 msk. hunang
* 2 dl ólífuolía
* 1 dl balsamedik
* 1 1/2 tsk timjan
* 3 hvílauksrif fínsöxuð

* Blandið öllu vel saman í skál
Berið á kjúklinginn, saltið og piprið vel

* Steikið kjúklinginn í ofni við 170° í 1 og 1/2 tíma

* Vatnsmelónusalat

* 1/2 vatnsmelóna skorin i bita
* 1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
* Fetaostur (ekki nota olíuna)
* 2 lúkur af klettasalati

* Blandið öllu saman á disk, saltið og piprið

* Basilmajónes 

* 2 eggjarauður
* 1 msk. sítrónusafi
* 1 msk. dijon - sinnep
* 2 dl ólífuolía
* salt
* pipar
* Væn lúka af fersku basil

* Allt hráefnið á að vera við stofuhita, hrærið saman eggjarauðum og dijonsinnepinu
með þeytara, bætið olíunni smátt og smátt saman við. Það þarf alveg að hræra í fimm mínútur. Bætið sítrónusafanum saman við, saltið og piprið og að lokum, saxið basil smátt og hrærið varlega saman.

I think it is safe to say that summer is here! I've been so lazy in the kitchen the past few weeks but I'm trying to change that which should not be so difficult since I plan to use the barbecue often this summer .
Yesterday we had roasted chicken and I made mayonnaise for the first time, I'm sure it wont be the last, and the watermelon salad was was delicious.

Balsamic vinegar and honey marinated roasted chicken


* 1 tbsp. honey 
* 2 dl olive oil
* 1 dl balsamic vinegar 
* 1 1/2 tsp thyme 
* 3 garlic cloves, finely chopped 



* Mix all well together in a bowl 
rub it into the chicken then salt and pepper

* Fry the chicken in an oven at 170 ° for 1 1/2 hours


* Watermelon salad


* 1/2 water melon cut into chunks 
* 1/2 red onion cut into thin slices 
* Feta cheese (no oil) 
* 2 two handfuls of arugula 
* Mix everything together on a plate and add salt and pepper 


* Basil-mayonnaise 

* 2 egg yolks 
* 1 tbsp. lemon juice 
* 1 tbsp. Dijon - mustard 
* 2 dl olive 
* salt 
* pepper 
* good handful or two of fresh basil 

* Everything  must be at room temperature, stir together the egg yolks and Dijon - mustard
 add oil slowly. It requires quite a stir for five minutes. Add the lemon juice salt and pepper  and finally the finely chopped basil and stir gently.



Góða helgi, Áróra



No comments :

Post a Comment