20.6.14

Scintilla

iphone images

Ég fór á opnun á sýningarsal og verslun Scintilla í Skipholtinu í gær. Ótrúlega margt fallegt hægt að skoða og kaupa (eða óska sér). Rúmfötin og handklæðin úr lífrænni bómull eru dásemd og svo er ég mjög skotin í speglunum. Það er margt annað á boðstólnum, púðar, teppi, ilmkerti og náttföt svo eitthvað sé nefnt. Ég mæli með því að koma við þarna og skoða úrvalið. Linda Björg Árnadóttir er hönnuðurinn sem stendur að baki Scintilla og er línan hennar bæði heildstæð og útpæld. Það er mikið af flottum litum og Scintilla mynstrið er áberandi en það er líka hægt að finna dempaðri vörur eins og hótelrúmfötin sem ég er núna byrjuð að safna mér fyrir :)

I went to the opening of Scintilla shop and showroom yesterday, located in Skipholt in Reykjavik. There were so many beautiful things to see, buy or wish for. The bed linen and towels made of organic cotton are so pretty and I love the mirrors. There is much more to check out, pillows, blankets, scented candles and pajamas to name a few things from the collection. Linda Björg Árnadóttir is the designer behind the Scintilla brand, her design is coherent and clever. The color palette is rad  and the Scintilla pattern is eye-catching. There are also more quiet and soft pieces like the hotel bed linen that I've decided to save up for :)

X Eva

Scintilla Shop & Showroom, Skipholt 25, 105 Reykjavik, Iceland

No comments :

Post a Comment