19.7.14

Keepin' it cool - maternity styleÞað er fátt fallegra en glæsilegar óléttar konur. Þessar eru ekkert að bíða eftir að komast í gallabuxurnar aftur heldur eru bara í þeim út meðgönguna. Það er ekkert verið að slaka á stílnum, heldur halda þær bara sínum persónulega fatastíl sem mér finnst svo flott. 

There is nothing more beautiful than a radiant pregnant woman. These fashionistas are not waiting to wear jeans again, they just wear them throughout their pregnancy. They are not cutting corners style wise, they just keep their personal style and wear the same things as they wear when not pregnant,  which I find so cool.

X EvaImages: jcrew.tumblr.com, streetpeeper.com, nouvellevaguebonde.blogspot.com, simplyjustlovelyblog.com, blogg.mama.nu

16.7.14

Looking for a little glow (and then some)


Skin

Þegar ég sá að  bæði Maiken bloggari hjá Nouvelle og Andrea hjá  I want to be her! pinnuðu húðvörur frá Mario Badescu sama daginn varð ég pínu forvitin. Ég þekki þetta merki ekki neitt en þar sem ég er nú komin á þann aldur að vera farin að gera meiri kröfur á krem (og því meiri verða vonbrigðin) þá eru allar nýjungar vel þegnar. Ef krem getur látið mig líta út fyrir að hafa sofið í 8 tíma þá er ég þokkalega sátt en fæst krem standast það próf hvað þá að geta komið í veg fyrir þyngdarlögmálið eða læknað þurrk, hrukkur, bólur og litabletti (eruð þið farin að sjá fyrir ykkur Ópið eftir Munch?). Ég skoðaði aðeins heimasíðuna og sá að í þessum litlu flöskum hér að ofan gætu leynst þeir dropar sem gera gæfumuninn :)

When I noticed that both Andrea from I want to be her! and Nouvelle's Maiken Winther pinned skin care products from Mario Badescu the same day I got curious. I don't know this brand but since I have reached a stage in my life where I have greater demands on my creams (and thus get disappointed more often than not) I welcome all innovation. If the product can make me look like I've slept for 8 hours then I'm partially satisfied but the fewest of them can defy gravity, cure dryness, wrinkles, acne and dark spots (are you imagining Munch's The scream yet?). I browsed the Mario Badescu website and the little bottles above might contain the precious drops that do the wonder :)


XEva15.7.14

Pick of the day - Black hatÞessi flotti hattur fæst í Lindex í Smáralind. Hann er mjög klæðilegur, passar auðvitað ekki alveg á minn litla haus en læt mig hafa það ;) Hatturinn fæst einnig í ljósbrúnu og má sjá þá betur hér

This pretty hat from Lindex is quite near the perfect hat, even though it would only take a light breeze to blow it of my (tiny) head, it's totally worth it. It's also available in beige (both are sold out online but still available in some stores, including Smaralind in Iceland). Check out both colors here

X Eva


13.7.14

Black on black


Ég er yfirleitt svartklædd, ekki af því að mér dettur ekkert annað í hug, heldur er það minn stíll. Ég elska allt svart en ég er sjaldnast í öllu svörtu, yfirleitt er hvítur, grár, eða gallaefni með. Þessar skvísur hér að ofan eru alveg meðetta. Held ég fari að ganga meira í öllu svörtu...

I am usually dressed in black, not because I can't think of anything else, it's just my style. I love all black but rarely wear all black outfits,  I  usually mix it up with white, gray or denim. The chicks above get the black on black totally right. I am so going there...


Xx, Áróra 


images/ harbebazaar.com buro247.kz foros.bogue.es lacooletchic.tumblr.com londonfashionbypaul.blogspot.com sparklessandsequins.tumblr.com 

6.7.14

How to tell what is good for you?


English below

Þó ég sé ekki endilega mest meðvitaði neytandi sem til er og get alveg fengið samviskubit yfir kaupgleðinni sem einkennir heimili mitt þá reyni ég nú samt að hugsa mig um og kaupa ekki mikið af því sem er óhollt fyrir sjálfa mig eða umhverfið. Ég hef til dæmis aldrei keypt annað þvottaefni en Neutral sem astma og ofnæmissamtökin í Danmörku mæla með og utan á pakkanum er einnig eitthvað "clean right" merki frá Evrópu sem ég fer eftir. Egg kaupi ég bara undan hænum sem fá að vappa um í guðs grænni náttúrunni og gos sést ekki nú til dags í innkaupakerrunni nema á jólunum. Svona ýmislegt fleira gæti ég tínt til. Fjöl- og samfélagsmiðlar fjalla mikið um allt sem er hollt eða óhollt fyrir mann og allt það sem er gott eða slæmt fyrir náttúruna og oft er umfjöllunin mótsagnakennd. Plast, rotvarnarefni, glúten, kvikasilfur og svo framvegis og svo framvegis. Hvað veit maður eiginlega um þá vöru sem maður neytir? Fyrir um þremur mánuðum keypti ég krem í apóteki fyrir þurra og viðkvæma húð. Það innihélt engin paraben og engin litar- eða ilmefni. Ég bar það á mig nokkrum sinnum og fannst það allt í lagi en var samt hrifnari af öðrum kremum í snyrtibuddunni sem innihalda líklega allt það sem þetta krem innihélt ekki. Ég ákvað svo að taka kremið með mér til útlanda um daginn þar sem dollan var lítil og létt og passaði að mér fannst vel sem "ferðastærð". Ég bar kremið á mig fyrsta morguninn í útlandinu og fékk undan því eldrauðar skellur sem minntu helst á sólbruna og mig sveið hræðilega í andlitið. Ég hef verið með kremið á mér í um 5 mínútur áður en ég þvoði það af með vatni, tók inn ofnæmistöflu í kjölfarið og var orðin góð um klukkustund síðar. Hvað var í þessu eiginilega? Annað lítið dæmi eru svartfulgsegg sem finnast á afskekktum stöðum á fallega, hreina Íslandi og ég hef hingað til borðað af bestu lyst þegar mér hafa verið boðin þau. Þau innihalda hátt magn af kvikasilfri, það sama á við um margt annað sjófang. Þessi tvö litlu dæmi hafa fengið mig til að hugsa um hvernig í ósköpunum sé eiginlega hægt að vera almennilega meðvitaður um það sem maður er að kaupa. Getur verið að hænurnar sem vappa um í guðsgrænni náttúrunni séu svo fóðraðar á fiskifóðri? Og að kremið sem inniheldur engin paraben, litarefni og ilmefni sé þá bara stútfullt af arseniki og astraltertugubbi? Það er vandlifað þó maður sé allur af vilja gerður. 


While I'm not necessarily the most conscious consumer on the planet and I can get quite guilty at times, I try not buy much of what's bad for myself or the environment. I've never used other detergents than Neutral which is recommended by the Danish Asthma and allergy association and on the pack there are also"clean right" instructions from the European Union that I follow, which I would have thought is safe(r) for the environment. I buy eggs from free-range hens only (well not from the hens themselves) and soda I buy for christmas only as part of the tradition but otherwise both the content and the packaging are on my list of unhealthy stuff. I could mention a few other things along the same line. Media is full of discussions and contradictions about what is healthy or unhealthy for us and/or our environment. Plastic, preservatives, gluten, mercury, what have you. What do you really know about the products you buy? About three months ago I bought at the pharmacy a face cream for dry and sensitive skin. It contained no parabens and no coloring or fragrance. I used it a few times and thought it was ok but was still more impressed with my other "not so clean" creams that I had on my bathroom shelf. Nevertheless I decided to take that face cream with me a few weeks ago when going on a trip abroad as it was "travel size". I put the a cream on, the morning after my arrival, and got some big red patches on my face accompanied by a terrible burning sensation. I had the cream on for about 5 minutes before washing it off with water, and subsequently took an anti histamin pill. I recovered about an hour later :) Another small example: Seabird (Auk) eggs are found in remote locations in Iceland, where you would think they are protected from anything bad, and I have been happy to eat them whenever they have been offered to me. It turns out that seabird eggs contain high levels of mercury and the same applies to plenty of other kinds of seafood. These two small examples have got me thinking about how on earth it is actually possible to be properly aware of what you consume. Could the free-range hens be fed with fish feed? And the creams that contain no parabens, coloring or perfume are those just full of some kind of kryptonite, that is neither good for your health or nature? I have to say, I'm confused.


X EvaImage: darkroom.baltimoresun.com, from an Andreas Gursky exhibition


Her style - Keri Russell

Leikkonan Keri Russel klæðir sig frekar látlaust en er alltaf smart. Hún er samkvæm sjálfri sér og er greinilega búin að finna það sem henni líður vel í. Það er sjaldgæft að ég fái einhvern innblástur í minn eiginn fataskáp þegar ég skoða myndir af stjörnum á rauða dreglinum en Keri er alveg jafn fín og hinar skvísurnar en einhvern veginn samt meira töff. Svartar og hvítar flíkur eru bara alltaf klassískar og flottar. Leðurjakki, bláar gallabuxur og röndóttur bolur... í alvöru, þetta er ótrúlega einfalt :) Keri býr í fallegu húsi í Brooklyn ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. 

Keri Russel's style is kind of plain but she always looks so good. She is consistent in the way she dresses and is obviously aware of what works for her. It is not often that I draw any inspiration for my own wardrobe when I look at pictures of the stars on the red carpet but Keri looks just as good as anyone but just a little more cool and somehow her style seems more attainable. Black and white outfits are just so classic and chic. A leather jacket, blue skinny jeans and a striped top... really, this is so simple :) Keri lives in a beautiful brownstone in Brooklyn with her family.


X Eva

Images: people.com, kerirussellsource.org, Mail online, crazydaysandnights.ne, style.com, ukeonline.com


3.7.14

In the kitchen - Sweet & spicy beer can chicken
Vá! Þessi er kjúklingur er algjört æði. Þessi uppskrift kemur frá Jamie Oliver svo það er kannski ekkert skrýtið :-) Þetta er frábær aðferð til að elda kjúkling, að setja hann uppá bjórdós og ofnsteikja (eða á útigrillið). Punkturinn yfir i-ið er þessi frábæra kryddblanda og barbekjúsósan. Ég tvöfaldaði uppkriftina sem var passlegt fyrir okkur (5 fullorðnir og 3 börn). Atli eldri sonur minn aðstoðaði mömmu sína við eldamennskuna. Með kjúklingnum buðum  við upp á salat, guacamole, hvítlauksbrauð og kalda hvítlaukssósu með sítrónukeim. Sósan samanstóð af eftirfarandi: 2 dósir sýrður rjómi, 1 hvítlauksrif, sletta af hlynsírópi, salt pipar, timjan, smá sítrónusafi.

Hráefni: 1 kjúklingur
1 x 330ml bjórdós
1 bolli barbecuesósa
1 rauður chillí
nokkrir vorlaukar
slatti af fersku kóríandaer
Kryddblandan
1 kúfuð matskeið reykt paprika
1 kúfuð teskeið af cayenne pipar
1 kúfuð matskeið Fennel fræ
1 kúfuð matskeið kóríander fræ
1 teskeið kúmen fræ
1-2 þurrkaðir rauðir chili
1 kúfuð teskeið Sea Salt
1 kúfuð matskeið svartur pipar
1 kúfuð matskeið púðursykur

Aðferð:
Byrjið á því að hita ofninn í 200°. Blandið öllu kryddinu vel saman. Berið ólívuolíu á kjúklinginn og nuddið kryddblöndunni vel á hann allan. Þá er komið að því að opna bjórinn og hella 2/3 í glas og drekka :-) Setjið kjúklinginn upp á bjórdósina og inn í ofn í klukkutíma og 20 mínútur. Takið kjúklinginn út úr ofninum og berið vel af barbekjúsósunni á hann, setjið aftur inní ofn í sirka 10 mínútur í viðbót. Skerið niður kórínader, vorlauk og chillí. Þegar kjúklingurinn er kominn úr ofninum takið þá bjórdósina úr honum og setjið hann á fat. Að lokum dreifið kórianderblöndunni yfir.


Wow! This chicken is so good. This recipe comes from Jamie Oliver so it is no surprise. It is a great way to cook a chicken. I doubled the recipe, which was enough for us, 5 adults and 3 children. My older son Atli helped his mama with the cooking.  We served the chicken with salad, guacamole, garlic bread, and cold lemony garlic sauce. 

Sauce: 2 small can of sour cream, 1 garlic clove, lemon juice, salt, pepper, thyme and a splash of Maple syrup.

Here you can find Jamie Oliver's amazing beer can chicken recipe!Happy cooking
Áróra Images: dusty 

Pick of the day - Rain bootsÞað er ekki alveg að ástæðulausu að þessi fögru frönsku Aigle gúmmístígvél verða fyrir valinu í dag. Þó að rigningin sé að gera út af við mig get ég ímyndað mér að hún skáni aðeins ef ég eignast þessi, með hæl og alles. Þau fást í Farmers market, Hólmaslóð og kosta 16.900,- einnig til í fleiri litum. 

This pick of the day is not without a reason. It has been pouring down for days here in Reykjavik. Even though the rain is driving me nuts I bet I will learn to love it just a little bit if I invest in these, with the perfect little heel. They are French, from Aigle and are available in more colors. Check them out here

X Eva


29.6.14

So chic in Copenhagen

Sænski ljósmyndarinn Patrik Hagaborg tók þessar myndir fyrir Skona hem. Það eina sem ég veit um þetta heimili er að það er staðsett í Kaupmannahöfn. Ég gæti vel hugsað mér að flytja inn... Tala nú ekki um eldhúsinnréttinguna, hún er algjört æði!

Swedish photographer Patrik Hagaborg took these pictures for Skona hem. The only thing I know about this home is that it is located in Copenhagen. I could move in today... And that kitchen, love it!


Xx Áróra

images skonahem.com

24.6.14

Bruschetta is always a good idea


Frábær hugmynd fyrir næsta boð:-) Uppskriftir og fleira á What´s Gaby Cooking 

Great idea for your next dinner party:-) Recipes and more on What´s Gaby Cooking 


Xx Áróra


image whatscabycooking.com

In the kitchen - Chicken summer salad

Dinner according to my IPhone

Þessi réttur er gamall og góður, mörg ár síðan ég smakkaði hann síðast. Sumarlegt kjúklingasalat sem er borið fram í heitri tortillu. Einfaldur og góður réttur sem ég get hiklaust mælt með :-)

* 1/2 Grillaður kjúklingur (keypti tilbúinn í Melabúðinni)
* 1/2 Kínakálshaus
* 1/2 Rauð papríka
* 2 Tómatar
* Lúka af grænum vínberjum
* 1 Jógurt (án bragðefna)

Kjúklingurinn er rifinn niður. Kínakál, papríka og tómatar skorið niður, vínberin skorin í tvennt og að lokum er jógúrtinu blandað saman við. Hitið tortillur á þurri pönnu og berið fram með salatinu - Hver og einn setur salatið í sína tortillu.

This dish is so good. I haven't had it for years so it was about time to make it again. Chicken summer salad, served it in warm tortillas. Simple and tasty. I sure can recommend you try it for yourself:-)


* 1/2 grilled chicken 
* 1/2 head Chinese cabbage 
* 1/2 red bell pepper 
* 2 tomatoes 
* handful of green grapes 
* 1 yogurt (no flavors)

All ingredient cut and chopped,  put together in a bowl. Heat the tortillas in a pan and serve with the salad.


Xx Áróra21.6.14

Spotting red jeansKate Moss sást í síðustu viku í rauðum gallabuxum. Eins og alkunna er þá er Kate flott í öllu. Það sama á ekki við um okkur hin svo maður verður aðeins að hemja sig áður en maður stekkur af stað og gerir eins og Kate. Það er nú samt greinilega hægt að ná þessu. Flatbotna skór eða sandalar, hvítur eða röndóttur bolur og svartur eða dökkblár jakki ganga við. Ég er ekki enn farin að þora í hvítar þar sem ég er eins og rúllupylsa í þeim, en rauðar...? Það er alveg spurning.

Kate Moss was seen wearing red skinny jeans last week. As we all know, Kate looks good in anything she puts on. The same can not be said about the rest of us, so we have to restrain ourselves before we act on an impulse and do like Kate. We might be able to pull it of, wearing them with flats, a white or striped shirt and a black or navy jacket. I have not jumped on the white jeans trend due to the stuffed pork-roll effect, but red...I might consider.

X Eva

Images: zimbio.com, dailymail.co.uk, denimblog.com, 0tqn.com, homeanddelicious,com, popsugar.com