16.8.14

Pick of the dayFlottur kjóll úr viskós úr nýju Jewels línunni frá Indiska. Fæst í Indiska Kringlunni.

Pretty viscose dress from the new Indiska Jewels collection

xxx EvaImage: Filippa Berg wearing Indiska Aurora dress / Indiska Sweden Facebook page13.8.14

Navajo, Ikat and Aztec patterns


Navajo, Ikat og Azteka mynstraðar mottur, teppi eða púðar geta lífgað upp á hvaða herbergi sem er og gert það heimilislegra. Brenndir litir eins og brúnn og rústrauður hafa ekki sést lengi en eru nú aðeins að koma aftur. Ég hef aðeins verið að spá í að fá mér persneska mottu í stofuna en það getur alveg eins verið að ég fái mér mottu með indjánamynstri í staðinn.

Navajo, Ikat and Aztec patterned rugs and pillows can make any room more cozy. Burnt colors such as brown and orange have been coming back lately and while I have been eyeing some Persian rugs for my living room I might start looking for some Aztec patterns instead. 

xxx Eva

Images: stylemepretty.com, indoorsoutdoors.tumblr.com, remainsimple.us, www.buknola.com, blog.uncovet.com, pinterest

12.8.14

In the gardenVið notuðum tækifærið og borðuðum úti í kvöld, enda einn besti dagur sumarsins hér í Reykjavík. Það kom að því! Matseðilinn var ofur einfaldur, reyktar svínakótelettur með bökuðum kartöflum, grænu salati og  timjan basilsósu. Adam sá um að leggja á borð, setja blóm í vasa og gera fínt. Eiginmaðurinn sá um að grilla. Ég  útbjó salatið og sósuna. Þetta var ofur einfalt en bragðgott með eindæmum. Það er ekki á hverjum degi sem við borðum úti í garð i:-)


We used the opportunity to eat outside this evening, as it is one of the best days of summer here in Reykjavik, finally! The menu was quite simple really, smoked pork chops with baked potatoes, green salad and time-basil-sauce. Adam set the table and was in charge of that making everything look nice. My husband grilled the meat, while I made the salad and the sauce. It was super simple but very tasty. It is not everyday that we can dine in the garden :-)


Xx, Áróra

9.8.14

In the kitchen - Mustard roasted broccoli pâté with leeks & lemon


Þetta spergilkáls og blaðlaukspaté er alveg sjúklega gott. Alveg tilvalið ofan á hrökkbrauð eða eitthvað annað gott brauð. Þetta myndi sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er :-) 

Spergilkáls og blaðlaukspaté

1 spergilkálshaus skorinn í bita 
1 blaðlaukur, gróft saxaður
 Ólífuolía
1 og 1/2 msk gróft sinnep
Tímían, má vera ferskt eða þurkað
Salt + pipar
1 msk sítrónubörkur
Safi úr 1/2 sítrónu 
1/2 bolli rifinn parmesan
1/2 bolli ólífuolíu + smávegis til að hella yfir þegar þetta er tilbúið
Gott sjávar-salt, t.d.  Maldon

Aðferð

Blandið saman í skál: Skvettu af ólífuolíu, sinnepi, tímían, salti og pipar. Veltið spergilkálinu og blaðlauknum upp úr blöndunni. Setjið í klædda ofnskúffu og steikið í ofni í 20-25 mínútur við 180°. Setjið steikta grænmetið í blandara eða matvinnsluvél og bætið sítrónuberki, sítrónusafa, parmesan og ólífuolíu út í og gróf maukið. Setjið í skál eða krukku og hellið smávegis ólífuolíu yfir. Kælið í nokkra tíma. 

This mustard roasted broccoli paté with leeks and lemon is so good. You can put it on crisp bread or any other good bread.

Mustard roasted broccoli pâté with leeks & lemon

Broccoli head cut into pieces 
1 leek, roughly  chopped 
 Olive oil 
1 and 1/2 tablespoon whole grain mustard 
Thyme, can be fresh or dried 
Salt + pepper 
1 tbsp lemon zest
Juice of half a lemon 
1/2 cup grated Parmesan 
1/2 cup olive oil + a little to pour over when it's done
Good sea salt

Method

Mix together in a bowl: Splash of olive oil, mustard, thyme, salt and pepper. Rub it over the broccoli and leek. Put it in a lined oven tray and cook in the oven for 20-25 minutes at 180°. Put the fried vegetables in a blender or food processor and add the lemon, lemon juice, Parmesan and olive oil and mix it. Place in a bowl or jar and pour a little olive oil over. Cool for several hours.


Xx, Áróra8.8.14

Pick of the day
Samantha Traina kann að klæða sig ekki síður en systur hennar. Það má nú alveg taka hana sér til fyrirmyndar og skella sér á svona svipaðan tvíhnepptan, hvítan jakka.

Jakki frá Lindex, fæst í Smáralindinni

Samantha Traina, like her sisters,  knows how to dress. Be inspired by her clean, slick look and get a similar, white double-breasted jacket. 

Jacket by Lindex

xxx Eva


Image: stockholmstreetstyle.com, Samantha Traina is wearing a Proenza Schouler jacket.
7.8.14

The longest hairFrom top: Laura Bailey, Lisa Bonet, Molly Guy, Caroline de Maigret, Elle Mcphersson

Yfirleitt eru það ungar stúlkur sem eru með 'síðasta hárið' en ekki konur á fertugs eða fimmtugsaldri. Mér finnst fátt smartara en konur með fallegt sítt hár. Mamma mín er komin yfir sextugt og er með sítt grátt hár og það er ótrúlega flott. Dóttir mín er með hár niður á rass og það má ekki klippa sentímeter af því. Það sem ég væri til í svona hár :)

Usually you see younger girls sporting the extra long mane, not ladies in their forties or fifties. I love when women let their hair grow or keep their long locks even though they are teens no more. My mother is in her sixties and she has beautiful long, grey hair. My eighteen year old daughter has really long hair and scissors come nowhere near it. I would love to have long hair like that :)


xxx Eva

Images: vogue.co.uk,  mommynoire.com, thenewpotato.com,  stylebykling, whowhatwear.com6.8.14

Krás - street market


Síðasliðna tvo laugardaga hefur Krás - götumarkaður verið í Fógetagarðinum (við hliðina á Austuvelli) og  auðvitað höfum við ekki látið okkur vanta. Útlandastemmningin svífur þar yfir vötnum.... Krás býður upp á fyrsta flokks street-food, margir af okkar vinsælustu veitingastöðum eru með bás þarna. Aðal vandamálið er að velja hvað maður á að fá sér, hægeldað lambakjöt með jógúrtsósu og harissa í pítubrauði, spicy New Orleans krabbaborgara, dirty pork sandwich, djúpsteiktar hrísgrjónabollur....  Ef þú hefur látið þetta fram hjá þér fara eru enn þrír laugardagar eftir. Sjáumst!The past two Saturdays we have been at  Krás in downtown Reykjavik . Krás is a street market that offers first-class street food, many of Reykjavik's most popular restaurants have a booth there. The only problem is choosing what to get, slow cooked lamb with yogurt sauce and harissa in pita bread, spicy New Orleans crab-burgers, dirty pork sandwich, fried rice balls .... If you have not been there yet, do not worry, you can still catch it, Krás will be there the next three Saturdays. Xx, Áróra5.8.14

Spotting - Persian picklesTóbaksklútar hafa sést aðeins að undanförnu. Ég man á  níunda áratugnum (síðustu aldar), þegar ég bjó í Danmörku, átti ég bæði rauðan og fjólubláan og  notaði sem hálsklúta. Þegar ég fór fyrst að sjá þá aftur á tískubloggum fannst mér þeir annaðhvort aðeins of  "pin-up" eða aðeins of  "gengjalegir" en það er líklega bara aldurinn ;) Dóttir mín á rauðan  sem hún bindur stundum um höfuðuðið og hún gæti ekki verið sætari. Ég er ekki alveg að sjá mig ganga með þetta ... kannski ég skelli mér á einn til að vera í við poncho-ið við opna arineldinn ;) Svona klútar fást meðal annars í Spútnik Laugavegi/Kringlunni í öllum regnbogans litum.

Bandanas have been around for some time now. I remember them from the eighties, when I lived in Denmark, I had a red one and a purple one and wore them around my neck. When I first started seeing them again on fashion blogs I immediately thought "gangsta" when worn around the neck or "pin-up" when tied around the head. My daughter has a red one that she ties around her head and she couldn't look any cuter. For me though I think this ship has sailed... maybe I could wear one with a poncho around a camp fire? ;)


xxx Eva

Images: http://mpdrolet.tumblr.com, http://www.wwd.com, bferry.wordpress.com  www.stylebistro.com, http://data.whicdn.com2.8.14

A room to dine in
Heima hjá mér gerast hlutirnir við eldhúsborðið, hvort sem það erum bara við fjölskyldan eða við fáum góða vini í heimskókn. Ef ég er ein heima er ég líklegast við eldhúsborðið í tölvunni. Þegar innrétta á eldhússkrók eða borðstofu finnst mér fallegast (á reyndar einnig við um önnur rými hússins) að blanda saman gömlu og nýju, hafa smá kontrasta t.d. nýtísku stóla við gamalt borð eða öfugt. Það þurfa ekki allir stólarnir að vera eins og það er ekkert verra að hafa þá þægilega.Everything happens around the kitchen table at my house, whether it's just the family or we have friends over. If I'm home alone you can probably find my there on the computer. When decorating a dining area I think the best results are created when you mix old with new, for example mixing modern chairs with an old table or vice versa. The chairs don't even have to match.Xx Áróra 


images / elsa.elle.se flickr.com hitta-hem.blogspot.fr diegoenriquefinol.com maison-hand.com

1.8.14

Boyhood

Eins og margar aðrar miðaldra konur er ég mjög spennt að sjá myndina 50 shades of grey. Því miður verðum við að bíða þar til í febrúar 2015. En hafið þið heyrt um myndina Boyhood? Ég get ekki beðið eftir að sjá hana. Hún er víst algjört meistaraverk. Myndinni er leikstýrð af Richard Linklater og var tekin upp á 12 ára tímabili. Aðalleikari myndarinnar Ellar Coltrane var sex ára þegar hann var ráðinn til að leika í myndinni en orðinn átján ára þegar myndin var tilbúin. 

Sagan er einföld, um strák að vaxa úr grasi. Foreldra hans leika þau Ethan Hawke og Patricia Arquette. Myndin var tekin upp í Texas og fóru nokkrir dagar á ári í þá vinnu. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í júlí. Ég veit ekki hvenær hún verður frumsýnd á Íslandi en ég vona sem fyrst :-) Hér getur þú séð úr henni 


Like many middle-aged women I am very excited to see the movie 50 shades of grey. Unfortunately we have to wait until February 2015. But have you heard about this movie called Boyhood? I can not wait to see it. It is supposed to be a real masterpiece. It took 12 years to make the movie, directed by Richard Linklater.  Ellar Coltrane was six years old when he was hired for the leading role but eighteen when the movie was finished.
The story is simple, about a boy growing up. Ethan Hawke and Patricia Arquette play his parents. The movie was filmed in Texas for a few days a year, for 12 years. It premiered in the U.S. last month. I do not know when it will premiere in Iceland, but I hope soon :-) You can see the trailer here 


Xx Áróa


30.7.14

Feathers and fur
Ég er svo ástfangin af öllum þessum fjöðrum og feldum. Væri alveg til í einn svona jakka. Þessi ljósblái eftst í hægra horninu yrði líklega fyrir valinu ef ég fengi 600.000 $ ávísun inn um lúguna hjá mér í dag...Eða ég myndi kaupa þá alla og kannski eitt einbýlishús :)


I'm in love with all these feathers and fur. I'm adding one of these coats to my wish list. I'd buy the light blue one in the top right corner if I would receive a 600.000 $ check in the mail today. Actually I would get all of the coats and a new house :)

X Eva


Top image stolen from Saks Potts instagram accountIn the kithcen - The perfect cinnamon buns


Ég fann þessar myndir í myndavélinni minni og ákvað að skella þeim hérna inn. Það jafnast fátt á við nýbakaða kanilsnúða. Adam sá um baksturinn með dyggri aðstoð frá pabba sínum. Ég man ekki hvaðan þessi uppskrift er, góð er hún, ef ekki sú besta:-)

Kanilsnúðar 

1 pakki þurrger
150 g smjör
d dl ylvolg mjólk
1/2 tsk salt
1 1/2 dl sykur
ca. 12 - 13 dl hveiti

Fylling

brætt smjör, og kanilsykur

Blandið gerinu saman við ylvolga mjólkina. Blandið þurrefnunum saman i skál, myljið smjörið líka útí og hellið síðan gerblöndunni saman við. Gott er að hnoða allt saman í hrærivélarskál eða með höndunum. Látið hefast í 30 - 60 mín.

Takið hluta af deiginu og fletjið út penslið yfir með bræddu smjöri og stráið vel af kanilsykri yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í jafna bita. Haldið áfram þar til deigið er búið. Látið hefast á ofnplötunni í um 30 mín. Penslið að því loknu snúðana með þeyttu eggi og bakið í 180° heitum ofni í 8 - 10 mín.


I found these pictures on my camera and decided to share them on the blog. Who  can resist freshly baked cinnamon buns? Adam did the baking with a little help from his dad. I can not remember where the recipe is from but it sure is a good one, maybe even the best:-)


Cinnamon buns 

12g  package dry yeast
1 dl lukewarm milk
150 g butter
1/2 teaspoon salt
1 1/2 dl sugar
12 - 13 dl flour

Filling

melted butter
cinnamon - sugar

Mix the yeast with lukewarm milk. Mix dry ingredients together in a bowl, then add the butter. Finally pour the yeast/milk mixture in. It's good to knead everything together in a mixer bowl or by hand and let it rise for 30 -60 minutes.


Take part of the dough and role it out. Brush over with melted butter and sprinkle generously with cinnamon sugar.  Role the dough up and cut into even pieces. Keep on going until the dough is finished. Let it rise again on the oven plate for 30 minutes. Brush the buns with whipped egg and bake it in the oven on 180° for about 8 - 10 minutes.

Xx, Áróa   29.7.14

Spotting - Ponchos


Prjóna ponsjó eru aðeins farin að sjást aftur. Ég man eftir fyrir nokkrum árum að ég var að spá í að fá mér svona flík sem mér fannst mjög falleg en var ekki viss um hvenær ég myndi nota hana. Sú sem var að afgreiða mig í búðinni var ekki lengi að finna tilefni - "Þetta er ekta flík til að vera í þegar maður situr úti við opinn arineld" Já einmitt hugsaði ég, sem er kannski einu sinni á ævinni? Eins og sumarið hefur verið hér í Reykjavík undanfaið þá er þetta líklega ekta flík fyrir íslensk sumarkvöld


Ponchos are back. I remember a few years ago I tried on a wool poncho in a store and was wandering when to wear it. The lady who was helping me quickly came up with the perfect event "It's a great piece to wear while sitting by an open camp fire" ...Which would be like once in a lifetime..? I thought then. Now I have come to learn that this is the perfect piece of clothing for summer nights in Reykjavik.

X Eva