19.4.14

Erin's wild style


Hin gullfallega bandaríska fyrirsæta Erin Wasson er með trylltan stíl. Hippa-rokk eins og það gerist best. Kímonóar, rifnar gallabuxur og afskorin kúrekastígvél er eitthvað sem hún klæðist oft og hún er ekki hrædd við að hrúga á sig fylgihlutum. Skart, hattar, töskur og belti  - meira er án efa meira. Pelsar og skinn eru einnig í uppáhaldi hjá henni. Henni tekst þetta vel en ef ég myndi mæta einhversstaðar í dressi af henni yrði bæði bent og hlegið. Leyndarmálið er kannski þessi hasarkroppur, sem gerir það að verkum að hún getur klæðst hverju sem er. Ein samsetning sem ég væri til í  að prófa er kímonó og hattur, það kemur ótrúlega vel út saman.

The gorgeous American model Erin Wasson has a crazy style. Rock-hippie at its best. Kimonos, scruffy jeans and cut of cowboy boots are staple and she is not afraid to pile on the accessories. Jewelry, hats, bags and belts - more is definitely more. Fur coats are also a favorite with Erin. She pulls it of well - If I were to wear one of her outfits, people would without a doubt point and laugh. Then again I don't have her killer bod. One combination I would give a try is a kimono and a hat, which look really good together

Xx Eva

Images: mybarestyle.com, amischacheera.com, lashesandbones.typead.com, graziadaily.co.uk, harpersbazaar.com, wwd.com, sierrachantal.com, refinedstyle.tumbl.com

14.4.14

In the kitchen - Steak with chimichurri


Ég get ekki sagt að þetta sé venjulegur mánudagsmatur á mínu heimili, en góður var hann. Nauta - ribeye með chimichurri og steiktum aspas, getur ekki klikkað :-) Adam er búinn að vera biðja um alvöru steik, svona eins og maður sér í teiknimyndunum (bleik inni í) og  auðvitað varð ég að ósk hans. Mér finnst fátt betra en góð nautasteik og get ég svo sannarlega mælt með hinni frægu Argentínsku chimichurrisósu með, rauðvínsglasi og þetta verður hin fullkomna máltíð :-)

CHIMICHURRI 
væn lúka af steinselju
væn lúka af  fersku kóríander
þurrkað oreganó
60 ml rauðvínsedik
120 ml ólífuolía
3 hvítlauksrif

salt og svartur pipar

Blandið öllu saman í matvinnsluvél (eða blandara)

Ribeye steikur
Salt og svartur pipar


Grillið ribeye steikurnar á funheitu grilli í 2 mínútur á hvorri hlið saltið og piprið. Pakkið inn í álpappír og látið steikurnar hvíla í 15 mínútur. 
This is not a typical Monday night dinner at my house, but it sure did taste good. Beef ribeye with chimichurri and fried asparagus. My son Adam has been asking me to cook him a real steak, you now like you see in cartoons (pink in the middle) and of course, I did it. I love a good steak and I sure can recommend the the world famous Argentinian chimichurri sauce, and with a glass of red wine, you have the perfect meal :-)


Chimmichurri 
good handful of parsley
good handful of cilantro
dry oregano
60 ml red wine vinegar
120 ml olive oil
3 gloves of garlic
salt and black pepper

Mix everything together in a blender 

Rib-eye steaks
salt and black pepper 

Grill the steaks in a very hot grill for 2 minutes on each side. Put salt and pepper on the meat. Wrap into foil and let the steaks rest for 15 minutes.


Disfrutar!

Xx  Áróra

all images ©Dusty
Pick of the day


Þessir verða örugglega nokkuð góðir í sumar. Fást í Kaupfélaginu Kringlunni og Smáralind (í svörtu að minnsta kosti). Flottir við gallabuxur og líta út fyrir að vera mjög þægilegir. Sandalar frá Vagabond.

These will probably be a hit this summer. They look so comfortable and this tan color with denim will look pretty good. Wedges from Vagabond.

Xx Eva

13.4.14

Hanging plant holdersÞegar ég var krakki voru hengipottar á hverju heimili... Mikið er ég glöð að sjá hvað þeir eru að koma sterkir inn aftur :-) Núna er bara að fara í Blómaval eða Garðheima og kíkja á úrvalið, eða bara búa til sinn eiginn. Hér er hægt að fá hugmyndir.


When I was a kid there where hanging plant holders in every home ... I'm so happy to see them coming back again :-) So now it's time to check out the selection in stores, or just create your own. Here you can get ideas.

Xx Áróra

images: feely.com allgoddandperfectthings.tumblr.com apartmenttherapy.com remodelista.com

12.4.14

Breakfast banana cookies

Ég elska auðveldar og hollar uppskriftir (um leið og þarf chia fræ, soya mjólk eða steviu í uppskriftina er ég hætt að lesa). Uppskriftin sem Áróra setti inn fyrir einhverju síðan, af bananapönnukökunum, er í miklu uppáhaldi heima hjá mér. Sérstaklega vegna þess að þegar mann langar í eitthvað gott á morgnana þá er enginn tími, allir á síðustu stundu. En pönnukökurnar taka ekki meiri tíma en hafragrautur. Þessar "smákökur" eru ansi góðar með kaffibolla og jeminn.. auðveldarara gerist það ekki.

2 bananar
1 bolli hafrar
súkkulaðispænir, kókosmjöl, hnetu- eða möndlukurl eftir smekk (ég notaði súkkulaðispæni og möndlukurl)

Bananarnir eru stappaðir og hinu blandað út í, hrært, slett á bökunarpappír með teskeið og bakað í ca. 15 mín við 180°C


I love simple and healthy recipes (as soon as the recipe has chia seeds, soya milk or stevia in it I quit reading). The banana pancake recipe that Áróra posted a while back is a big favorite at my house. Especially because if you want something tasty in the morning, you never have any time, but the pancakes don't take any more time than cooking oatmeal. These "cookies" are pretty good with a cup of coffee.. and gosh... it doesn't get any easier than this.

2 bananas
1 cup rolled oats
shaved dark chocolate, coco nut flour, crushed nuts or almonds (I used shaved chocolate and crushed almonds)

Mash the bananas, put other ingredients in and blend. Put on a baking plate with a tea spoon.
Bake for approx. 15 minutes at 180° C

Xx Eva

11.4.14

Do you believe in scarcity?


Dóttir mín er í Danmörku og ég ætlaði að nota tækifærið og biðja hana um að kaupa kannski eina, tvær flíkur fyrir mig í Kaupmannahöfn. Ég kíkti á netið áður en hún fór, heimsótti hinar ýmsu netverslanir í þeirri von um að falla fyrir einhverju á viðráðanlegu verði. En hvað fann ég? Alls konar fínerí sem er ekki enn komið í verslanir... Af hverju langar mig mest í það? Eða eitthvað sem er uppselt? Verslanirnar eru troðfullar af vörum en mig langar allra allra mest í þennan svarta og rauða jakka frá Ganni... sem er ekki til ;)

My daughter is in Denmark and I was going to take the opportunity and ask her to buy a few threads for me while in Copenhagen. I went online before she left and checked out a few web shops hoping to fall for something at an affordable price. What did I find? All kinds of stuff that's not yet available... Why am I craving that? Or something that's sold out?  The shops are bulging with goods and what I want the most is that pretty black and red Ganni jacket - That's not in stores yet ;)

Have a  great weekend!
Xx Eva
image: ganni.dk

9.4.14

Spring hairÞegar fer að vora og veðrið batnar aðeins er freistandi að breyta til. Ég væri alveg til í svona stuttan úfinn koll og hárið á mér hefði gott af hressilegri klippingu. Endarnir eru orðnir vel þurrir eftir veturinn og hverja litunina ofan í aðra. Ég er hinsvegar með stuttan topp og finnst þessi klipping aðeins flottari með toppinn síðan. En hver veit - það er alltaf gaman að breyta til.

When spring arrives it's quite tempting to make some changes. I really love this fresh bed head bob and a reasonable cut would surely do my hair some good. My ends are really dry after the winter and endless colorings. My bangs are short and I'm keener on this haircut with longer bangs. But who knows - Change is always fun.


Xx Eva

8.4.14

Designer Kate


Þá hefur nýjasta lína Kate Moss fyrir TopShop litið dagsins ljós. Þesso gullfallegi jakki hér að ofan er algjörlega uppáhaldsflíkin mín úr línunni. Það er mikið um kögur, blúndur og náttfatasnið hjá stelpunni -svona rómantískur hippafílingur með smá rokk ívafi. Hægt er að skoða alla línuna hér - Hún kemur í verslanir (erlendis?) 30.apríl. Ég vona svo sannarlega að þessi jakki rati til Íslands, hann er efst á mínum óskalista :)

The Kate Moss for TopShop collection has been revealed. The beautiful jacket above is my absolute favorite from the collection which is dominated by tassels, lace and pyjama inspired pieces. Very romantic bohemian with a sprinkle of rock 'n' roll. You can check out all the pieces here. The collection will arrive in stores April 30th. I certainly hope that at least this jacket will find its way to Iceland :)

Xx Eva
Image: thecitizenoffashion.com

Bast Baskets


Ég er með bastkörfur í nánast hverju herbergi heima hjá mér. Þær er eitthvað svo heimilislegar, fallegar, síðan eru þær líka svo  praktískar.

I have bast baskets in almost every room in my house. they are so pretty, homey, and so practical to.

Xx Áróra

images  dominos.com  sfgirlbybay.com aesfatestudio.tumblr.com

Talking about wall rugs
Xx Áróra


images thenleftbe.tumblr.com thebrickhouse.com

5.4.14

Pick of the day


Þessi æðislega taska er til í Friis & Co. í Kringlunni. Flott zebramunstur og svo er hún "loðin" ;) Það má koma ýmsu fyrir í henni og mér sýndist fartölva vera eitt af því.

I spotted this Friis & Co. shopper yesterday - Love the zebra print and the texture. You can fit both your groceries and your laptop in there :)


Xx Eva

4.4.14

In the kitchen - Hungarian goulash soup


Þó svo að það sé vor í loftinu var þessi vetralega súpa fyrir valinu í helgarmatinn. Ekta gamaldags ungversk gúllassúpa sem verður bara betri með aldrinum:-)

800gr. nautagúllas
2 laukar
 2 - 3 gulrætur
1 L nautaskjötssoð
 sveppir
2 rauðar paprikur
1 lítil dós tómatpúrra
1 dós  tómatar
4 hvítlauksrif
4 msk balsamic edik
2 msk paprikuduft
1 msk mable sýróp
salt, pipar, estragón og timían
1 ferna matreiðslurjómi
Sýrður rjómi til að bera fram með súpunni.


Brúnið kjötið í litlum skömmtum í olíu. Setjið til hliðar. Steikið laukinn þar til hann verður glær, bætið sveppum, papriku, gulrótum, hvítlauk og kartöflunni saman við og brúnið. Setjið kjötið aftur í pottinn og hellið balsamic edikinu yfir síðan kjötsoðinu ásamt tómapúrru og tómötum og mable sýrópinu.  Kryddið og sjóðið í minnst 2 tíma. Bætið rjómanum saman við þegar 10 - 15 mínútur eru eftir.  Borið fram með sýrðum rjóma og góðu brauði. 


Even though the spring is in the air I chose to make this winter soup this weekend. Typical Hungarian goulash soup, that just gets better with age:-)


800g. cubed beef
2 onions 
2-3 carrots 
1 L beef stock
 mushrooms 
2 red peppers 
1 small can tomato puré
1 can tomatoes 
4 garlic cloves 
4 tablespoons balsamic vinegar 
2 tablespoons paprika 
1 tbsp syrup Mable 
salt, pepper, estragon and thyme 
Cream  
Sour cream to serve with the soup.
Brown the meat in small portions in a pot with oil. Set aside. Fry the onion until it becomes transparent, add mushrooms, peppers, carrots, garlic and potatoes together and brown. Put the meat back in the pot and pour balsamic vinegar over the meat then tomato puré, beef broth and tomatoes and Mable syrup. Season and cook for at least 2 hours. Add the cream when 10-15 minutes are left. Served with sour cream and good bread.


Xx Áróra
30.3.14

Dry shampoo
Ég greip þetta Tresemmé þurrsjampó með mér í Krónunni um daginn. Ég bjóst ekki við miklu þar sem ég verð iðullega fyrir vonbrigðum með þurrsjampó að Klorane þurrsjampóinu undanskildu (það fæst ekki á Íslandi að mér vitandi). Tresemmé þurrsjampóið fór langt fram úr væntingum. Það er engin óþægileg, sterk lykt af því og hárið verður frísklegra og fær meiri fyllingu. Ég hvolfi höfðinu, spreyja duglega í hárið, sný mér við, bíð í nokkrar mínútur og bursta hárið vel. Ég nota þetta jafnvel sem hársprey þó hárið sé hreint, til að fá smá fyllingu í það. 

I bought this Tresemmé dry shampoo at the grocery store the other day, not expecting much from it, as dry shampoos haven't been a big hit with me (except Klorane which isn't available in Iceland). Finally a dry shampoo that exceeded my expectations! It has a subtle fragrance and cleanses my hair and gives it more volume. Just tip your head over, spray generously, wait for a few minutes and brush your hair. I even use this on my clean hair for more volume.

Xx Eva


Are you ready for - white jeans?Undanfarin misseri hafa tískudrottningar heimsins sést hvað eftir annað í hvítum gallabuxum - Ég hef vísvitandi  leitt þetta lúkk hjá mér - bæði af praktískum og fagurfræðilegum ástæðum. Líklega þyrfti ég að hafa auka buxur með mér út um allt ef ég ætlaði að reyna þetta og svo er ég ekki viss um að minn íturvaxni rass taki sig vel út í þessum lit. Veðrið þarf greinilega ekki að aftra manni því skvísurnar í útlöndum eru í pelsum með trefla og regnhlífar við hvítu buxurnar. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta sjúklega flott og er til í að gefa þessu séns og máta nokkur pör áður en ég slæ þetta út af borðinu. Grá peysa -jakki, stígvél og belti í svörtu við. Hvítar gallabuxur hafa sést í  Lindex, Zara og Topshop undanfarið, til að nefna einhverjar verslanir.

The past seasons, fashion muses have been seen wearing white jeans.  I have purposely ignored this trend, for both practical and aesthetic reasons. I would probably have to carry an extra pair of pants everywhere if I were to try this and I am not sure that my 'voluptuous' behind could pull of this color. The weather is obviously no excuse as can be seen above, since these ladies are wearing white jeans with fur, big scarfs and umbrellas. I have to admit that I am loving this look and I am willing to try on a pair before I give up on it entirely. Would wear them with a grey sweater and black boots, belt and jacket. Check out  Zara, Topshop or Lindex (for cheaper alternatives).


Xx  Eva

Images: denimology.com, stylemotivation.com, joycotton.com, flickr.com, betterpromotions.info and via pinterest (no source available)