6.7.14

How to tell what is good for you?


English below

Þó ég sé ekki endilega mest meðvitaði neytandi sem til er og get alveg fengið samviskubit yfir kaupgleðinni sem einkennir heimili mitt þá reyni ég nú samt að hugsa mig um og kaupa ekki mikið af því sem er óhollt fyrir sjálfa mig eða umhverfið. Ég hef til dæmis aldrei keypt annað þvottaefni en Neutral sem astma og ofnæmissamtökin í Danmörku mæla með og utan á pakkanum er einnig eitthvað "clean right" merki frá Evrópu sem ég fer eftir. Egg kaupi ég bara undan hænum sem fá að vappa um í guðs grænni náttúrunni og gos sést ekki nú til dags í innkaupakerrunni nema á jólunum. Svona ýmislegt fleira gæti ég tínt til. Fjöl- og samfélagsmiðlar fjalla mikið um allt sem er hollt eða óhollt fyrir mann og allt það sem er gott eða slæmt fyrir náttúruna og oft er umfjöllunin mótsagnakennd. Plast, rotvarnarefni, glúten, kvikasilfur og svo framvegis og svo framvegis. Hvað veit maður eiginlega um þá vöru sem maður neytir? Fyrir um þremur mánuðum keypti ég krem í apóteki fyrir þurra og viðkvæma húð. Það innihélt engin paraben og engin litar- eða ilmefni. Ég bar það á mig nokkrum sinnum og fannst það allt í lagi en var samt hrifnari af öðrum kremum í snyrtibuddunni sem innihalda líklega allt það sem þetta krem innihélt ekki. Ég ákvað svo að taka kremið með mér til útlanda um daginn þar sem dollan var lítil og létt og passaði að mér fannst vel sem "ferðastærð". Ég bar kremið á mig fyrsta morguninn í útlandinu og fékk undan því eldrauðar skellur sem minntu helst á sólbruna og mig sveið hræðilega í andlitið. Ég hef verið með kremið á mér í um 5 mínútur áður en ég þvoði það af með vatni, tók inn ofnæmistöflu í kjölfarið og var orðin góð um klukkustund síðar. Hvað var í þessu eiginilega? Annað lítið dæmi eru svartfulgsegg sem finnast á afskekktum stöðum á fallega, hreina Íslandi og ég hef hingað til borðað af bestu lyst þegar mér hafa verið boðin þau. Þau innihalda hátt magn af kvikasilfri, það sama á við um margt annað sjófang. Þessi tvö litlu dæmi hafa fengið mig til að hugsa um hvernig í ósköpunum sé eiginlega hægt að vera almennilega meðvitaður um það sem maður er að kaupa. Getur verið að hænurnar sem vappa um í guðsgrænni náttúrunni séu svo fóðraðar á fiskifóðri? Og að kremið sem inniheldur engin paraben, litarefni og ilmefni sé þá bara stútfullt af arseniki og astraltertugubbi? Það er vandlifað þó maður sé allur af vilja gerður. 


While I'm not necessarily the most conscious consumer on the planet and I can get quite guilty at times, I try not buy much of what's bad for myself or the environment. I've never used other detergents than Neutral which is recommended by the Danish Asthma and allergy association and on the pack there are also"clean right" instructions from the European Union that I follow, which I would have thought is safe(r) for the environment. I buy eggs from free-range hens only (well not from the hens themselves) and soda I buy for christmas only as part of the tradition but otherwise both the content and the packaging are on my list of unhealthy stuff. I could mention a few other things along the same line. Media is full of discussions and contradictions about what is healthy or unhealthy for us and/or our environment. Plastic, preservatives, gluten, mercury, what have you. What do you really know about the products you buy? About three months ago I bought at the pharmacy a face cream for dry and sensitive skin. It contained no parabens and no coloring or fragrance. I used it a few times and thought it was ok but was still more impressed with my other "not so clean" creams that I had on my bathroom shelf. Nevertheless I decided to take that face cream with me a few weeks ago when going on a trip abroad as it was "travel size". I put the a cream on, the morning after my arrival, and got some big red patches on my face accompanied by a terrible burning sensation. I had the cream on for about 5 minutes before washing it off with water, and subsequently took an anti histamin pill. I recovered about an hour later :) Another small example: Seabird (Auk) eggs are found in remote locations in Iceland, where you would think they are protected from anything bad, and I have been happy to eat them whenever they have been offered to me. It turns out that seabird eggs contain high levels of mercury and the same applies to plenty of other kinds of seafood. These two small examples have got me thinking about how on earth it is actually possible to be properly aware of what you consume. Could the free-range hens be fed with fish feed? And the creams that contain no parabens, coloring or perfume are those just full of some kind of kryptonite, that is neither good for your health or nature? I have to say, I'm confused.


X EvaImage: darkroom.baltimoresun.com, from an Andreas Gursky exhibition


No comments :

Post a Comment