16.7.14

Looking for a little glow (and then some)


Skin

Þegar ég sá að  bæði Maiken bloggari hjá Nouvelle og Andrea hjá  I want to be her! pinnuðu húðvörur frá Mario Badescu sama daginn varð ég pínu forvitin. Ég þekki þetta merki ekki neitt en þar sem ég er nú komin á þann aldur að vera farin að gera meiri kröfur á krem (og því meiri verða vonbrigðin) þá eru allar nýjungar vel þegnar. Ef krem getur látið mig líta út fyrir að hafa sofið í 8 tíma þá er ég þokkalega sátt en fæst krem standast það próf hvað þá að geta komið í veg fyrir þyngdarlögmálið eða læknað þurrk, hrukkur, bólur og litabletti (eruð þið farin að sjá fyrir ykkur Ópið eftir Munch?). Ég skoðaði aðeins heimasíðuna og sá að í þessum litlu flöskum hér að ofan gætu leynst þeir dropar sem gera gæfumuninn :)

When I noticed that both Andrea from I want to be her! and Nouvelle's Maiken Winther pinned skin care products from Mario Badescu the same day I got curious. I don't know this brand but since I have reached a stage in my life where I have greater demands on my creams (and thus get disappointed more often than not) I welcome all innovation. If the product can make me look like I've slept for 8 hours then I'm partially satisfied but the fewest of them can defy gravity, cure dryness, wrinkles, acne and dark spots (are you imagining Munch's The scream yet?). I browsed the Mario Badescu website and the little bottles above might contain the precious drops that do the wonder :)


XEvaNo comments :

Post a Comment