9.8.14

In the kitchen - Mustard roasted broccoli pâté with leeks & lemon


Þetta spergilkáls og blaðlaukspaté er alveg sjúklega gott. Alveg tilvalið ofan á hrökkbrauð eða eitthvað annað gott brauð. Þetta myndi sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er :-) 

Spergilkáls og blaðlaukspaté

1 spergilkálshaus skorinn í bita 
1 blaðlaukur, gróft saxaður
 Ólífuolía
1 og 1/2 msk gróft sinnep
Tímían, má vera ferskt eða þurkað
Salt + pipar
1 msk sítrónubörkur
Safi úr 1/2 sítrónu 
1/2 bolli rifinn parmesan
1/2 bolli ólífuolíu + smávegis til að hella yfir þegar þetta er tilbúið
Gott sjávar-salt, t.d.  Maldon

Aðferð

Blandið saman í skál: Skvettu af ólífuolíu, sinnepi, tímían, salti og pipar. Veltið spergilkálinu og blaðlauknum upp úr blöndunni. Setjið í klædda ofnskúffu og steikið í ofni í 20-25 mínútur við 180°. Setjið steikta grænmetið í blandara eða matvinnsluvél og bætið sítrónuberki, sítrónusafa, parmesan og ólífuolíu út í og gróf maukið. Setjið í skál eða krukku og hellið smávegis ólífuolíu yfir. Kælið í nokkra tíma. 

This mustard roasted broccoli paté with leeks and lemon is so good. You can put it on crisp bread or any other good bread.

Mustard roasted broccoli pâté with leeks & lemon

Broccoli head cut into pieces 
1 leek, roughly  chopped 
 Olive oil 
1 and 1/2 tablespoon whole grain mustard 
Thyme, can be fresh or dried 
Salt + pepper 
1 tbsp lemon zest
Juice of half a lemon 
1/2 cup grated Parmesan 
1/2 cup olive oil + a little to pour over when it's done
Good sea salt

Method

Mix together in a bowl: Splash of olive oil, mustard, thyme, salt and pepper. Rub it over the broccoli and leek. Put it in a lined oven tray and cook in the oven for 20-25 minutes at 180°. Put the fried vegetables in a blender or food processor and add the lemon, lemon juice, Parmesan and olive oil and mix it. Place in a bowl or jar and pour a little olive oil over. Cool for several hours.


Xx, Áróra



No comments :

Post a Comment