30.5.13

In the kitchen - Crying tiger


The story is that this Thai dish is called 'Crying tiger' because it is so hot that even a tiger would cry:) We didn't cry but it sure did taste good! I highly recommend you try it for yourself. Sirloin steaks are usually used for this dish but this time I used silverside of beef.

Ingredients (for 4)
4 x sirloin steaks (or other part of beef)
3 tbsp vegetable oil
1 tsp. brown sugar 
3 garlic cloves
2 tbsp. soy sauce
2 tbsp. oyster sauce
2 tbsp fish sauce 

Mix all the ingredients in a bowl and marinade the meat at room temperature for 2 - 3 hours or overnight in the fridge. Grill the meat as you like it.

For the serving sauce 
Finely chopped fresh lemongrass 
Fresh lime juice (out of 4 limes)
3 tbsp. fish sauce 
2 finely chopped shallots 
as much as you can handle of chopped red chili 
2 or 3 handful of fresh coriander (cilantro)
Mix everything together 

Serve the steak with the sauce, sliced cucumber, steamed rice and a glass (or two) of red wine:) 


Sagan segir að þessi  tælenski réttur  beri nafn sitt  'Crying tiger' vegna þess að hann sé svo sterkur að jafnvel tígrisdýr grenji undan honum:) Við grétum ekki en góður var hann ! Mæli hiklaust með honum. Í þetta sinn vorum við með innanlærisvöðva en yfirleitt eru notaðar sirloinsteikur í þennan rétt, prófa það næst. 

Fyrir 4 
4 x sirloin steikur (eða annað gott nautakjöt) 
3 msk. grænmetisolía
1 tsk. púðursykur
3 hvítlauksrif 
2 msk. sojasósa
2 msk. ostrusósa
2 msk. fiskisósa 
Blandið öllu saman í skál, látið kjötið í kryddlöginn  við stofuhita í  2-3 klst eða yfir nótt í ísskáp. Grillið kjötið eins og þið viljið hafa það 

Sósan 
Ferskt sítrónugras fínsaxað
Safi úr 4 límónum
3 msk. fiskisósa
2 skalottulaukar fínsaxaðir
Búnt af fersku kóríander, niðurskorið 
Eins mikið af fíntsöxuðum rauðum chilli og þið þolið 
Blandið öllu saman í skál 

Berið steikina fram með sósunni, hrísgrjónum, niðursneiddum agúrkum og góðu rauðvíni :-)
เพลิดเพลิน ! 

Xx Áróra 


No comments :

Post a Comment