24.8.13

Manger by Mimi ThorissonHin gullfallega  Mimi Thorisson býr í Médoc, Frakklandi með íslenskum eiginmanni sínum 3 börnum, 2 stjúpbörnum og 14 hundum! Mimi heldur úti matarblogginu Manger sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Oddur maðurinn hennar er ljósmyndari og tekur þessar fallegu myndir sem dekra við augað. Mimi skrifar um mat og lífið í Médoc af miklilli ástríðu og deilir uppskriftum með lesendum. Maturinn er ferskur, oftast franskur og alltaf girnilegur. Maður fær að gægjast aðeins inn í ævintýralegt líf Mimi og fjölskyldu þar sem sveitarómantík og kosmópólitísk fágun bráðna saman. Það verður gaman fylgjast með henni í framtíðinni. Ég spái henni heimsfrægð.... :-) 


The gorgeous Mimi Thorisson lives in Médoc, France with her Icelandic husband, three children, two stepchildren and 14 dogs! Mimi manages the food blog Manger which is one of our favorites. Her husband Oddur is a photographer and he takes these beautiful photographs for the blog. Mimi writes about food and life in Médoc with great passion and shares recipes with her readers. The mostly French food and always fresh ingredients are truly appetizing. You get a glimpse of Mimi's life, where idyllic countryside and cosmopolitan sophistication melt so perfectly together, you just can't help but let out a little sigh of admiration.  I am looking forward to see what she does in the future :-)  XX Áróra

all images: www.mimithorisson.com1 comment :