13.10.13

Miracle rescue face mask



English below

Ég þurfti að fara í smá boð beint eftir flug í síðustu viku. Ég var sérstaklega þreytuleg og andlitið á mér þrútið eftir flugið svo ég var staðráðin í að finna mér eitthvað í Fríhöfninni til að redda því. Af einskærri tilviljun sá ég andlitsmaska frá Dr. Bragi - húðlína sem ég þekki ekkert og hef aldrei prófað neinar vörur frá. Húðlínan er þróuð af Dr. Jóni Braga heitnum sem var prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands , einum af helstu sérfræðingum heims á sviði ensíma. Hann gerði mikið af rannsóknum á sjávarensímum og jákvæðar niðurstöður þeirra leiddu af sér þróun á húðlínunni. Mér fannst 1.500 kr. heldur dýrt fyrir einn andlitsmaska en ég keypti hann nú samt. Maskinn er blautur klútur sem maður setur á andlitið meðan maður slakar á í korter. Í maskanum eru sjávarensím sem eiga að vinna á roða, þurrki, þrota og fínum línum. Það var mjög notalegt að vera með maskann og andlitið á mér tók vel við sér. Ég fékk nokkur komment á hvað ég liti vel út þetta kvöld og það er án efa algjörlega þessum maska að þakka. Mig langar alveg svakalega að prófa meira frá þessu merki, ekki spillir að vörurnar innihalda engin, rotvarnarefni, paraben eða ilmefni. Ég sá litla túpu af rakakremi í fríhöfninni, við hliðina á maskanum sem ég væri til í að prófa en ég finn ekki þetta krem á netinu. Smellið hér til að skoða meira um þessa línu.



I  had to go to this event straight after a flight last week. My face looked bloated and tired and I was determined to get something in duty free to save it. I accidentally past by this Dr. Bragi face mask. I have never tried anything from this Icelandic brand before. It is created by the late Dr. Jón Bragi, a professor in biochemistry at the University of Iceland, who did extensive research on the effectiveness of marine enzymes from Iceland's sea waters. The products are paraben, artificial additives and perfume free. I thought that for one face mask the price was a little high but decided to give it a go anyway. It's a wet fabric cloth mask that you cover your face with for 15 minutes while lying down and relaxing. The mask contains marine enzymes and is supposed to target redness, dehydration, loss of firmness and signs of ageing. The face mask felt really good against the skin and after only one use my face had this nice glow. I got a lot of comments on "looking good" that night and I definitely credit that to this face mask. I really want to try some of the other products from this line. Especially a small bottle of moisturizer that was sitting on the shelf besides the face mask but I don't see that in the webshop. Must go look elsewhere :) Check out the Dr. Bragi webshop

Xx Eva


No comments :

Post a Comment