20.12.13

Other blogs
English below
Þetta eru þau topp 5 blogg sem ég hef heimsótt mest á þessu ári:

Þessi stelpa er algörlega með sinn eiginn stíl og þó ég sé alls ekki með sama stíl og hún þá finnst mér hrikalega gaman að skoða hverju hún klæðist. Hún er svona brettastelpa sem gengur í dýrum merkjum og er Céline þar í uppáhaldi. 

Hin danska Pernille er aldrei í sömu fötunum. Hún virðist hafa óheftan aðgang að nýjasta tískufatnaði og sýnir hinar ýmsu samsetningar á því nýjasta nýja á blogginu. Fyrir minn smekk er hún aðeins of stíliseruð  eins og um tískuþátt í blaði sé að ræða en hún er alltaf flott og hún bloggar daglega.

Romy frá Hollandi er nánast andstæða Pernille. Hún er mjög oft í sömu fötunum og stíllinn hennar er látlaus og hippalegur. Fötin eru hversdagsleg, skórnir oftast flatbotna. Hún elskar samt Isabel Marant og það er gaman að sjá hvernig hún blandar saman dýrum flíkum við fatnað frá H&M og Zara.

Þetta er fjölskyldublogg og myndirnar hennar James eru alveg yndislega fallegar. Hún deilir með lesendum sögum úr daglega lífinu og myndum af börnunum sem eru fjögur. Það er allt svo smart á þessu bloggi og gaman að gægjast inn í líf fjölskyldunnar.

Hér eru bara myndir og enginn texti. Fínt fyrir mig sem hef mest gaman af því að skoða myndirnar... Systir mín Þóra Valdimarsdóttir og samstarfskona hennar hjá danska tískutímaritinu Costume, Anne Mønsted sýna okkar nýjustu og flottustu vörurnar í tískubúðunum hverju sinni. 

These are my top 5 blogs for this year:

I love this girls' unique and personal style. Even though she wears items I wouldn't be caught dead in I love to see what she wears. Skate boards and Céline are regular features on this blog.

Pernille is a Danish stylist who seems to never wear the same outfit twice. You can count on her to always wear what is new or even one season ahead. I think her outfits are sometimes over styled like in editorials but she always looks cool and she is a diligent blogger.

Romy from Holland is almost the opposite of Pernille. She often wears the same outfits and her style is bohemian and unpretentious. She loves Isabel Marant and she mixes the label with stuff from H&M and Zara.

This is a beautiful family blog where Miss James posts the prettiest  pictures mostly of her four children. She shares anecdotes from her everyday life where everything is super chic and stylish. It's a treat to peek into this family's world.

Here you get photos and minimal text. My sister Thora Valdimarsdottir and her colleague Anne Moensted from the Danish fashion magazine Costume, share fashion they have picked out from the shops and style it for us to be inspired by.
Xx Eva

Pictures above: borrowed from respective blogs


No comments :

Post a Comment