3.1.14

A little peace of heaven

My kitchen window

Ég las grein í Kvennablaðinu rétt fyrir jól sem fjallaði um hvort jólageðveikin væri sjálfskaparvíti kvenna. Þessi tími sem gefur sig út fyrir að vera tími friðar og gleði getur allavega orðið sjálfskaparvíti. Ég hef lent í því. Samt hef ég aldrei nokkurn tíma verið að hamast við að baka sörur, sent jólakort kannski 5 sinnum um ævina og það hefur verið heppni ef gjafirnar sem ég hef gefið hafa náð að hanga inni í pappírnum þangað til á aðfangadag. Ég get sem sagt ekki sagt að ég sé nein Martha Stewart. Samt hef ég stressast svo mikið upp fyrir jólin að ég er nær því að gráta en gleðjast þegar klukkan slær 6 á aðfangadagskvöld - kannski mest vegna samviskubits yfir því að vera ekki nógu myndarleg! Ég er komin yfir það. Í ár var þetta eins einfalt og hugsast getur. Enginn bakstur eða jólakort frekar en venjulega og aðventuransinn var sóttur inn í skáp þriðja í aðventu. Ég gaf 5 jólagjafir sem flestum var pakkað inn í verslunarmiðstöðinni, hina dúllaði ég við á Þorláksmessu. Á aðventunni lagði ég mestan metnað í að gera heimilið mitt kósý og njóta lífsins með dóttur minni og vinum mínum. Þar sem fjölskyldan var nánast öll erlendis ákvað ég að gera það sem engum dettur í hug nema ferðamönnum - ég fór út að borða á aðfangadagskvöld með dóttur minni ;) Við fengum fjóra rétti, hvern öðrum betri og eftir matinn snigluðumst við heim í náttföt, opnuðum pakkana og borðuðum mandarínur og konfekt yfir bíómyndum til kl. 4 um nóttina. Á jóladag borðuðum við egg og beikon ;) Allt frekar óhefðbundið... En ég sver það, mér líður eins og ég hafi verið í fríi allan desember!


I read an article just before Christmas, in an Icelandic online magazine that discussed whether the "Christmas frenzy" has become a self-created hell for women. At least this particular time of year, that purports to be so full of peace and joy, can be a self-created hell, I certainly relate to that. Even though I have never baked cookies and I've maybe sent Christmas cards 5 times in my life and it is pure luck that the gifts I've bought have managed to stay inside the gift-wrap until Christmas. You get the picture - I am not Martha Stewart. Still I have been so stressed that when the clock strikes six on Christmas eve I have been closer to cry than rejoice. Probably mostly out of guilt for not being domestic enough! I have gotten over that now. This time it was all as simple as can be. I didn't take up baking or Christmas card writing this year nor did I make an advent wreath. I bought 5 Christmas presents and most of them were wrapped at the mall - others I enjoyed wrapping at home the day before Christmas. I spent most of my free time in December making my home cozy and welcoming and just having a nice time with my friends and my daughter. As most of my family was abroad during Christmas I decided to do something that nobody would even think of, unless they are a tourist. I had my Christmas dinner at a restaurant - with my daughter of course  ;) We had four delicious courses and afterwards we went home, straight into our pajamas, opened our presents and ate chocolate and tangerines and watched movies until four in the morning. On Christmas day we had bacon and eggs ;) Hardly traditional but I swear to you - December felt like vacation this time!

Xx Eva


No comments :

Post a Comment