2.1.14

In the kitchen - Last day of the year


Ég hef haft það fyrir sið á gamlárskvöld að prófa að elda eitthvað sem ég hef ekki eldað áður. Eva og Daníella dóttir hennar komu til okkar og eyddu kvöldinu með okkur :-) 
Í forrétt, gamlárskvöld 2013 hafði ég humar sem ég  steikti (í skelinni) uppúr smjöri og fullt af hvítlauk, saltaði og pipraði og  bar fram með klettasalati og baguette (reyndar hef ég oft eldað humar áður). Það var aðalrétturinn sem var tilraunaréttur, Boeuf Bourguignon! Ég hef ætlað mér að prófa þennan rétt í langan tíma. Reyndar hélt ég að þetta væri aðeins meira mál en reyndist vera, en ég mæli með þessum rétti, dásamlegur alveg! Ég fór eftir uppskrift eftir Juliu Child auðvitað:-) sem hægt er að nálgast hér.Kartöflurnar sem ég gerði með voru alveg ágætar en uppskriftin af þeim er í nýjasta Gestgjafanum. Eftirétturinn gat ekki verið einfaldari, vanilluís með heitri rolo sósu, keypti tilbúinn vanilluís, en í rolosósuna fór einn peli rjómi og 3 pakkar af rolo brædd saman í potti. Gleðilegt ár !


I always try to cook something new on New Years Eve. My fellow blogger Eva and her daughter Daniella came over and spent the evening with us :-)  The starter we had for this New Years Eve 2013 was pan fried lobster (langoustine) with lots of garlic, salt and pepper, served with arugula and baguette.  For main course we had Boeuf Bourguignon! I have been planning to make it for some time now and it was much easier to make then I had thought. I sure can recommend this dish. Of course I followed Julia's child recipe for the Boeuf Bourguignon and served it with potatoes, you'll find the recipe below:-) For dessert we had vanilla ice cream with hot Rolo sauce. Happy New Year !Xx Áróra

Kartöflur soðnar í smjöri uppskrift úr nýjasta Gestgjafanum

2 - 3 bökunarkartöflur, afhýddar og skornar í 3 cm sneiðar 2 dl smjör 6 dl kjúklingasoð salt ef þarf

Setjið smjörið og kjúklingasðið í pott of látið það bráðna saman. Setjið kartöflurnar úr í og sjóðið þær í blöndunni án pottloks. Látið sjóða niður og kartöflurnar brúnast á hliðinni sem snýr niður. 


No comments :

Post a Comment