Það var komið að mér að halda saumaklúbb og eftir mikla umhugsun ákvað ég að hafa franskt þema (elska allt franskt þessa dagana). Ég bauð uppá tvær gerðir af bökum, bæði tómata og sveppa ásamt salati, pönnusteiktum aspas, baguette, ostum og auðvitað var drukkið rauðvín með:-) Eftirrétturinn að þessu sinni voru rósapipar-pavlovur með vanillurjóma, basil og jarðaberjum, meira af þeim seinna. Þetta heppnaðist bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá:-)
* Salatið samanstóð af klettasalati, rauðlauk, granatepli, bláum vínberjum, og fetaosti. Ég hellti örlítið af olíunni af fetaostinum yfir salatið, smávegis af balsamic ediki hér og þar yfir ásamt mable sýrópi, saltaði með maldon salti og pipraði með svörtum pipar.
* Sveppabökur - Ég keypti tilbúið smjördeig smurði það með sýrðum rjóma , steikti sveppi á pönnu uppúr smjöri hvítlauk og salti og pipar. Setti sveppina á smjördeigið og vel af Parmesan yfir - Bakað í ofni við 180° í sirka 20 minútur.
* Pönnusteiktur aspas sjá hér
* Tómatabaka - Tilbúið smjördeig - sýrðum rjóma og Dijon sinnepi blandað saman og smurt á deigið. Raðið tómatsneiðum sem hafa verið bakaðar í ofni í 30 - 50 mín á 120°c (hellið ólífuolíu yfir tómatana kryddið með timjan, salti og pipar ferkum hvítlauk og vel af flórsykri áður en sett inn í ofninn) raðið líka ferskum mozzarella yfir deigið - bakið við 180°c í sirka 20 mínútur. Setjið ferskt basil hér og þar á bökuna um leið og hún kemur út úr ofninum. Þessi er algjört æði mæli hiklaust með henni !!
* Tomato tart - Ready-made puff pastry, defrosted. Tomato slices (bake them in the oven for 30 - 50 minutes on 120°c and drizzle with olive oil). Add thyme, garlic, salt, pepper and icing sugar) Mix Dijon and sour cream and put it on the pastry, Place the tomatoes and moz
zarella on the pastry and bake in the oven at 180°c for about 20 minutes. Remove from the oven and top with fresh basil leaves. This tart is so good I recommend that you try it !!
* Pan fried asparagus here
* Mushroom tart - Ready- made puff pastry, defrosted - put the sour cream on the pastry - Pan fry the mushrooms in butter garlic, salt and pepper and let it cool a little and then put it on the pastry. Top it with Parmesan. Bake the tart in the oven on 180°c for 20 minutes.
Bon appetit
Xx Áróra
No comments :
Post a Comment