24.4.14

In the kitchen - Tuna tagliatelli





Ég hef ætlað mér að prófa þennann rétt í mörg ár :-) - lét loksins verða af því um páskana. Uppskriftin kemur frá engum öðrum en Kristjáni Jóhannssyni ópersöngvara. Ég er ekki vön að nota karrí í pastarétti en það kom mjög vel út - get vel mælt með þessum. 

* 500 g tagliatelli 
* 250 g túnfiskur í ólífuolíu
* 4 hvítlauksrif
* 1 púrrulaukur
* 2 ferskur chili-pipar 
* ½ grænmetissúputeningur
* 10 kaperskorn (má sleppa og nota til dæmis saxaða steinselju, sem bætt er út í alveg í lokin)
* ½-1 glas þurrt hvítvín
* 2 msk. karrí
*  rifinn parmesanostur
* 2 dl matreiðslurjómi
* salt og pipar


Fyrst er að setja vel af vatni í stóran pott og kveikja undir,. Salta vatnið strax, vel af grófu salti og láta suðuna koma upp áður en pastað er sett út í vatnið. 
Sósan: hellið olíunni af fiskinum á stóra og háa pönnu, hitið hana á lágum hita, fínskerið hvítlauk, púrrulauk og chili-pipar. Skellið þessu á pönnuna ásamt súputeningnum. Þegar laukurinn er orðinn glær, bætið þá  túnfiskinum saman við ásamt kapers. Helli síðan hvítvíninu yfir og að lokum parmesanostinum. Hrærið vel, hellið rjómanum yfir og kryddið vel með salti, pipar, karríi.
Þetta má malla smástund á lágum hita, en þó ekki svo að fiskurinn fari í mauk. Pastað á aðeins að vera al dente. Síðan skerpi ég undir sósunni rétt áður en pastað er sett út í, hræri vel í svona í 1-2 mínútur.

I have been meaning to try this recipe for years:-) so this Easter I finally did. The recipe comes from non other than Kristján Jóhannsson, the Icelandic opera singer. I am not used to put curry in pasta dishes but it was quite good. I sure can recommend this dish.


* 500 g tagliatelli 
* 250 g tuna in olive oil 
* 4 cloves garlic 
* 1 leek 
* 2 fresh chili peppers 
* ½ vegetable cube 
* 10 capers cereals (may be substitued with chopped parsley instead, which is added at the very end) 
* ½ -1 cup dry white wine 
* 2 tbsp. curry 
* Grated Parmesan 
* 2 dl cream
* Salt and pepper


Sauce: Pour the oil of the fish in large and high pan, heat it over low heat. Fnely chop the  garlic, leek and chili pepper. Put in the pan with the vegetable cube. When the onions have become transparent add the tuna and the capers. Pour the white vine over and add the Parmesan cheese. Stir well, pour the cream in and season well with salt, pepper and curry.
This can simmer on low heat for a while.  The pasta should only be cooked al dente, then sharpen the sauce just before you put the pasta  in, stir well, for  1-2 minutes.


Xx Áróra





No comments :

Post a Comment