13.5.14

All things pink


Ég elska bleikan lit. Ef ég sé bleika flík í verslun - helst "vintage" þá bara verð ég að máta! Fjólublár er í öðru sæti... og þessir tveir litir saman... Ég segi ekki meir! Leðurjakki og bleikur kjóll er líklega fegursta samsetning sem ég veit um. Heklaði bútakjóllinn á mynd númer þrjú er frá Aftur og ég er búin að eiga hann í nokkur ár. Ég dáist mjög mikið að honum, geng samt ekki oft í honum en ég myndi aldrei losa mig við hann. Nú langar mig að hafa allt bleikt inni hjá mér... Veggina, húsgögnin og matarstellið. Auðveld leið til að bæta bleiku við heimilið er að fjárfesta í bleikum rúmfötum - Það er ekki erfitt á karlmannslausu heimili ;)

I love pink. If I see a pink piece of clothing in a store - preferable vintage, I have to try it on. Purple is in second place... put these two colors together... say no more. A pink dress worn with a leather jacket is probably the most perfect combination I can think of. The crochet dress on the third photo is from Icelandic label Aftur and I've had it for some years. I admire it more than I wear it but I would never get rid of it. Right now I want everything to be pink in my appartment... The walls, the furniture and the china. An easy way to add a pink to your home is to invest in pink bed linen - Not so difficult when there is no man in the house ;) 

Xx Eva

Images: bohemianchic.creaturesofdesire.com (and indianaweg shop), candicelake.com, thecoveteur.com, southmoltonstyle.com, thomdolan.com, mielmonmiel blog, shop.weekday.com, refinery29.com

No comments :

Post a Comment