18.1.14

In the kitchen - Dinner for two - Lobster pasta



Þessi pastaréttur er ótrúlega einfaldur, er með þeim betri sem ég hef smakkað. Það er eitthvað svo dásamlegt hvað humar, hvítlaukur og smjör passa vel saman :-)  Galdurinn við þennan rétt er að brenna smjörið, og auðvitað nota nóg af því. Maðurinn minn hafði bakað NYT - brauð fyrr um daginn (verðið endilega að prófa ef þið hafið ekki nú þegar gert það) sem við höfðum  með.



* Humar halar

* Smjör
* salt
* pipar
* hvítlaukur
* spaghetti
* sítróna
* parmesan



Ég bræddi 150gr af smjöri á pönnu við miðlungshita þar til það var farið að litast (á að verða gullin brúnt) bætti þá 4 smátt skornum hvítlauksrifjum á pönnuna  og síðan humrinum. Steikti í 2 - 3 mínútur, saltaði og pipraði.

Bætti svo soðnu spaghetti al dente á pönnuna, örlítið af soðvatninu með og vel af parmesan, blandaði öllu vel saman. Ég setti tvær lúkur af klettalati saman við (bara af því ég átti það til)  og skar 1 sítrónu í báta og bar fram með.



This pasta dish is really simple to make, and is incredibly tasty. There is something about lobster, garlic and butter. The secret is to get the butter brown, and of course use a lot of it. My husband had baked NYT-bread earlier so we had that with the pasta (if you have not tried it I recommend that you do) 



* lobster tail (langoustine)

* butter
* salt
* pepper
* spaghetti
* lemon
* parmesan



I melted the butter about 150gr in a pan with medium heat until it got golden brown, then I added 4 finely chopped garlic cloves then the langoustine, I fried it for 2 - 3 minutes,added some salt and pepper. I put spaghetti al dente on the pan and a little bit of the pasta water and parmesan and mixed well. I added a handful of arugula (just because I had it) and serve it with lemon boats. 


Xx Áróra


No comments :

Post a Comment