Showing posts with label 101 reykjavík. Show all posts
Showing posts with label 101 reykjavík. Show all posts

12.8.14

In the garden







Við notuðum tækifærið og borðuðum úti í kvöld, enda einn besti dagur sumarsins hér í Reykjavík. Það kom að því! Matseðilinn var ofur einfaldur, reyktar svínakótelettur með bökuðum kartöflum, grænu salati og  timjan basilsósu. Adam sá um að leggja á borð, setja blóm í vasa og gera fínt. Eiginmaðurinn sá um að grilla. Ég  útbjó salatið og sósuna. Þetta var ofur einfalt en bragðgott með eindæmum. Það er ekki á hverjum degi sem við borðum úti í garð i:-)


We used the opportunity to eat outside this evening, as it is one of the best days of summer here in Reykjavik, finally! The menu was quite simple really, smoked pork chops with baked potatoes, green salad and time-basil-sauce. Adam set the table and was in charge of that making everything look nice. My husband grilled the meat, while I made the salad and the sauce. It was super simple but very tasty. It is not everyday that we can dine in the garden :-)


Xx, Áróra

18.1.14

In the kitchen - Dinner for two - Lobster pasta



Þessi pastaréttur er ótrúlega einfaldur, er með þeim betri sem ég hef smakkað. Það er eitthvað svo dásamlegt hvað humar, hvítlaukur og smjör passa vel saman :-)  Galdurinn við þennan rétt er að brenna smjörið, og auðvitað nota nóg af því. Maðurinn minn hafði bakað NYT - brauð fyrr um daginn (verðið endilega að prófa ef þið hafið ekki nú þegar gert það) sem við höfðum  með.



* Humar halar

* Smjör
* salt
* pipar
* hvítlaukur
* spaghetti
* sítróna
* parmesan



Ég bræddi 150gr af smjöri á pönnu við miðlungshita þar til það var farið að litast (á að verða gullin brúnt) bætti þá 4 smátt skornum hvítlauksrifjum á pönnuna  og síðan humrinum. Steikti í 2 - 3 mínútur, saltaði og pipraði.

Bætti svo soðnu spaghetti al dente á pönnuna, örlítið af soðvatninu með og vel af parmesan, blandaði öllu vel saman. Ég setti tvær lúkur af klettalati saman við (bara af því ég átti það til)  og skar 1 sítrónu í báta og bar fram með.



This pasta dish is really simple to make, and is incredibly tasty. There is something about lobster, garlic and butter. The secret is to get the butter brown, and of course use a lot of it. My husband had baked NYT-bread earlier so we had that with the pasta (if you have not tried it I recommend that you do) 



* lobster tail (langoustine)

* butter
* salt
* pepper
* spaghetti
* lemon
* parmesan



I melted the butter about 150gr in a pan with medium heat until it got golden brown, then I added 4 finely chopped garlic cloves then the langoustine, I fried it for 2 - 3 minutes,added some salt and pepper. I put spaghetti al dente on the pan and a little bit of the pasta water and parmesan and mixed well. I added a handful of arugula (just because I had it) and serve it with lemon boats. 


Xx Áróra


11.1.14

In the kitchen - French onion soup


Það er búið að vera ömurlegt veður í dag, kuldi, rigning, snjókoma, rok tala nú ekki um myrkrið. Föstudagur í  janúar ... gæti svo sem verið verra. En það kom mér skemmtilega á óvart þegar maðurinn minn sagði mér að hann ætlaði að elda (gerist eiginlega aldrei:-).  Þetta var í fyrsta skiptið sem hann (við) elduðum franska lauksúpu, dásamleg alveg, mæli með því að þú prófir...



4 laukar (þrír   hvítir og einn rauður) skornir í sneiðar og steiktir í potti uppúr 40 gr. af smjöri og slatta af  ólífuolíu við lágan hita. Eftir 20 - 30 mínútur er 1 msk. af sykri stráð yfir og laukurinn brúnaður. 1 msk af balsamic ediki hellt yfir.  2 - 3  smátt skornum hvítlaukrifjum bætt í pottinn, látið malla í nokkrar mínútur. 1 msk. af hveiti stráð yfir og 1 og 1/2 L af vatni hellt yfir ásamt nautakjötskrafti ( vel af honum). Við notuðum bæði oskar nautakraft og fljótandi nautakraft frá Tasy. Látið sjóða við vægan hita í minnst 1 klukkustund. Skerið baguette í sneiðar og smyrjið með smjöri og grillið inní ofni, raðið í súpupottinn eða í eldfastar skálar og rifið Ísbúa eða annan góðan ost yfir. Setjið undir grillið þar til osturinn er bráðnaður! Berið strax fram :-)




It's been so cold and windy today, It rained and snowed not to mention the darkness. A Friday in January... Well it could be worse. But I was still pleasantly surprised when my husband told me that he was going to cook dinner (it almost newer happens:-) It was the first time he (we) made French onion soup, so wonderful,  I recommend you to try it ...




4 onions (three white and one red) cut into slices and fried in a pan with 40 gr. of butter and some olive oil at a low temperature. After 20 - 30 minutes sprinkle 1 tablespoon of sugar over the onion then add 1 tablespoon of balsamic vinegar and a tablespoon of flouer, 1 1/2 L of water and a generous amount of beef bouillon. Let it simmer at a low heat for at least an hour. Cut a  baguette into slices and put some butter on it, put it under the grill in the oven, put the bread in the soup pot (or individual bowls) top with with cheese and put it under the grill until the cheese melts. Serve immediately:-)



Bon appetit
Áróra

27.10.13

K Bar



Ég var mjög spennt að fara út að borða á K bar sem er nýr veitingastaður við Laugaveginn. Það eina sem ég vissu um staðinn var að það ætti að bjóða uppá Korean street food með Kaliforníu ívafi, sem hljómaði mjög vel í mín eyru. Sem mikill aðdáandi Masterchef  kom það mér skemmtilega á óvart að sjá sigurvegara íslenska Masterchef í eldhúsinu eins og það væri ekki nóg, þá var skeggjaði dómarinn þar líka. Við fengum æðislegan kokteil sem var borinn fram í gamaldags tekönnu. Við vorum fjögur saman og pöntuðum okkur 4 forrétti sem við deildum, þeir voru hver öðrum betri en dumplings og linkrabbinn stóðu uppúr! Í aðalrétt fékk ég nautasteik með kryddsmjöri og dásamlegum kartöflum en uppskriftin  af þeim kemur frá   ömmu Kathy sem er frá Kaliforniu og á ættir sínar að rekja til Kóreu en hún er einn af eigendum staðarins. Ég get ekki beðið að koma aftur og smakka á fleiri réttum. 




I had been very excited to try out the new K bar restaurant in downtown. The only thing I new about the place before I went there, was that it served Korean street food with a Californian twist, which sounded so good. As a big fan of Masterchef I was pleasantly surprised to see the winner of the Icelandic Masterchef in the kitchen as if that wasn't enough, one of the judges was there also.We had this delicious cocktail to start with. We were four people there together and  ordered appetizers that we shared, all of them where amazing  but I liked the dumplings and the soft crab the best. I can't wait to go back and taste more of this delicious food.


Xx Áróra

K-bar, Laugavegur 74, 101 Reykjavík, tel: +354 5716666



4.9.13

Should I paint my house black ?

Það er kominn tími til að mála húsið mitt , en ég bý í gömlu hvítmáluðu steinhúsi. Mig dauðlangar að mála það svart er samt ekki allveg viss...

My house needs to be painted, now it is white but I´m dying to paint it black, but I´m not sure if I should... 

Xx Áróra

images
ester.com.au grantkgibson.blogspot.comhousekraboodle.com iconoclasst.tumblr.com