Það er búið að vera ömurlegt veður í dag, kuldi, rigning, snjókoma, rok tala nú ekki um myrkrið. Föstudagur í janúar ... gæti svo sem verið verra. En það kom mér skemmtilega á óvart þegar maðurinn minn sagði mér að hann ætlaði að elda (gerist eiginlega aldrei:-). Þetta var í fyrsta skiptið sem hann (við) elduðum franska lauksúpu, dásamleg alveg, mæli með því að þú prófir...
4 laukar (þrír hvítir og einn rauður) skornir í sneiðar og steiktir í potti uppúr 40 gr. af smjöri og slatta af ólífuolíu við lágan hita. Eftir 20 - 30 mínútur er 1 msk. af sykri stráð yfir og laukurinn brúnaður. 1 msk af balsamic ediki hellt yfir. 2 - 3 smátt skornum hvítlaukrifjum bætt í pottinn, látið malla í nokkrar mínútur. 1 msk. af hveiti stráð yfir og 1 og 1/2 L af vatni hellt yfir ásamt nautakjötskrafti ( vel af honum). Við notuðum bæði oskar nautakraft og fljótandi nautakraft frá Tasy. Látið sjóða við vægan hita í minnst 1 klukkustund. Skerið baguette í sneiðar og smyrjið með smjöri og grillið inní ofni, raðið í súpupottinn eða í eldfastar skálar og rifið Ísbúa eða annan góðan ost yfir. Setjið undir grillið þar til osturinn er bráðnaður! Berið strax fram :-)
It's been so cold and windy today, It rained and snowed not to mention the darkness. A Friday in January... Well it could be worse. But I was still pleasantly surprised when my husband told me that he was going to cook dinner (it almost newer happens:-) It was the first time he (we) made French onion soup, so wonderful, I recommend you to try it ...
4 onions (three white and one red) cut into slices and fried in a pan with 40 gr. of butter and some olive oil at a low temperature. After 20 - 30 minutes sprinkle 1 tablespoon of sugar over the onion then add 1 tablespoon of balsamic vinegar and a tablespoon of flouer, 1 1/2 L of water and a generous amount of beef bouillon. Let it simmer at a low heat for at least an hour. Cut a baguette into slices and put some butter on it, put it under the grill in the oven, put the bread in the soup pot (or individual bowls) top with with cheese and put it under the grill until the cheese melts. Serve immediately:-)
Bon appetit
Áróra
No comments :
Post a Comment