22.3.14

In the kitchen - Family dinner


Föstudagskvöld - aldrei þessu vant voru allir heima og borðuðum við saman. Atli eldri sonur minn sá um forréttinn - Foie gras og baguette, á meðan ég sá um aðalréttinn, æðislegan kjúklingarétt sem ég fann í Gestgjafanum. Ólöf Jakobína bauð upp á uppskriftina en upphaflega kom hún frá Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi leikhússtjóra og  núverandi útvarpsstjóra:-) 

Leikhússtjórakjúklingur 

* 1 grillaður kjúklingur (keypti tilbúinn)
* 1 dós sýrður rjómi 18%
* 2 dl rjómi
* 2 msk. sojasósa
* 1 lítið beikonbréf
* Sveppir
* 2 tómatar
* Rósmarín
* svartar ólífur (má sleppa)

Hitið ofninn í 180. Blandið sýrðum rjóma, rjóma og sojasósu saman og setjið í eldfast mót. Hlutið grillaða kjúklinginnn gróft niður og raðið honum ofan á. Steikið beikonið og sveppi, og raðið ofan á. Skerið tómata í sneiðar og bætið þeim saman við, setjið að síðustu rósmarín og ólífur yfir. Hitið í ofni í um 20 mínútur eða þar til rétturinn er heitur í gegn.  Berið fram með hrísgrjónum  og góðu salati:-)

We had this lovely family dinner the other night. My older son Atli was in charge of the starter - Foie gras and baguette, while I took care of the main course - delicious chicken dish from an Icelandic food magazine, inspired by a recipe originally from the former director of the Icelandic National theatre :-) 


Theatre director's chicken

* 1 whole grilled chicken 
* Sour cream 
* 2 Del. cream 
* 2 tbs. soy-sauce
* Bacon
* Mushrooms
* 2 tomatoes 
* Rosemary
* Black olives 

Preheat the oven to 180°C.  Mix sour cream, cream and soy sauce together and place it in a oven proof dish. Cut the chicken into pieces and place on the dish. Fry the bacon and mushrooms, and place on the chicken. Cut the tomatoes into slices and put them on the chicken. At last place the  rosemary and olives over. Heat in the oven for about 20 minutes. Serve it with salad and rice:-)


Xx Áróra

No comments :

Post a Comment