12.4.14

Breakfast banana cookies





Ég elska auðveldar og hollar uppskriftir (um leið og þarf chia fræ, soya mjólk eða steviu í uppskriftina er ég hætt að lesa). Uppskriftin sem Áróra setti inn fyrir einhverju síðan, af bananapönnukökunum, er í miklu uppáhaldi heima hjá mér. Sérstaklega vegna þess að þegar mann langar í eitthvað gott á morgnana þá er enginn tími, allir á síðustu stundu. En pönnukökurnar taka ekki meiri tíma en hafragrautur. Þessar "smákökur" eru ansi góðar með kaffibolla og jeminn.. auðveldarara gerist það ekki.

2 bananar
1 bolli hafrar
súkkulaðispænir, kókosmjöl, hnetu- eða möndlukurl eftir smekk (ég notaði súkkulaðispæni og möndlukurl)

Bananarnir eru stappaðir og hinu blandað út í, hrært, slett á bökunarpappír með teskeið og bakað í ca. 15 mín við 180°C


I love simple and healthy recipes (as soon as the recipe has chia seeds, soya milk or stevia in it I quit reading). The banana pancake recipe that Áróra posted a while back is a big favorite at my house. Especially because if you want something tasty in the morning, you never have any time, but the pancakes don't take any more time than cooking oatmeal. These "cookies" are pretty good with a cup of coffee.. and gosh... it doesn't get any easier than this.

2 bananas
1 cup rolled oats
shaved dark chocolate, coco nut flour, crushed nuts or almonds (I used shaved chocolate and crushed almonds)

Mash the bananas, put other ingredients in and blend. Put on a baking plate with a tea spoon.
Bake for approx. 15 minutes at 180° C

Xx Eva

No comments :

Post a Comment