3.7.14

In the kitchen - Sweet & spicy beer can chicken
Vá! Þessi kjúklingur er algjört æði. Þessi uppskrift kemur frá Jamie Oliver svo það er kannski ekkert skrýtið :-) Þetta er frábær aðferð til að elda kjúkling, að setja hann uppá bjórdós og ofnsteikja (eða á útigrillið). Punkturinn yfir i-ið er þessi frábæra kryddblanda og barbekjúsósan. Ég tvöfaldaði uppkriftina sem var passlegt fyrir okkur (5 fullorðnir og 3 börn). Atli eldri sonur minn aðstoðaði mömmu sína við eldamennskuna. Með kjúklingnum buðum  við upp á salat, guacamole, hvítlauksbrauð og kalda hvítlaukssósu með sítrónukeim. Sósan samanstóð af eftirfarandi: 2 dósir sýrður rjómi, 1 hvítlauksrif, sletta af hlynsírópi, salt pipar, timjan, smá sítrónusafi.

Hráefni: 1 kjúklingur
1 x 330ml bjórdós
1 bolli barbecuesósa
1 rauður chillí
nokkrir vorlaukar
slatti af fersku kóríandaer
Kryddblandan
1 kúfuð matskeið reykt paprika
1 kúfuð teskeið af cayenne pipar
1 kúfuð matskeið Fennel fræ
1 kúfuð matskeið kóríander fræ
1 teskeið kúmen fræ
1-2 þurrkaðir rauðir chili
1 kúfuð teskeið Sea Salt
1 kúfuð matskeið svartur pipar
1 kúfuð matskeið púðursykur

Aðferð:
Byrjið á því að hita ofninn í 200°. Blandið öllu kryddinu vel saman. Berið ólívuolíu á kjúklinginn og nuddið kryddblöndunni vel á hann allan. Þá er komið að því að opna bjórinn og hella 2/3 í glas og drekka :-) Setjið kjúklinginn upp á bjórdósina og inn í ofn í klukkutíma og 20 mínútur. Takið kjúklinginn út úr ofninum og berið vel af barbekjúsósunni á hann, setjið aftur inní ofn í sirka 10 mínútur í viðbót. Skerið niður kórínader, vorlauk og chillí. Þegar kjúklingurinn er kominn úr ofninum takið þá bjórdósina úr honum og setjið hann á fat. Að lokum dreifið kórianderblöndunni yfir.


Wow! This chicken is so good. This recipe comes from Jamie Oliver so it is no surprise. It is a great way to cook a chicken. I doubled the recipe, which was enough for us, 5 adults and 3 children. My older son Atli helped his mama with the cooking.  We served the chicken with salad, guacamole, garlic bread, and cold lemony garlic sauce. 

Sauce: 2 small can of sour cream, 1 garlic clove, lemon juice, salt, pepper, thyme and a splash of Maple syrup.

Here you can find Jamie Oliver's amazing beer can chicken recipe!Happy cooking
Áróra Images: dusty 

No comments :

Post a Comment