Showing posts with label heill kjúklingur. Show all posts
Showing posts with label heill kjúklingur. Show all posts

3.7.14

In the kitchen - Sweet & spicy beer can chicken




Vá! Þessi kjúklingur er algjört æði. Þessi uppskrift kemur frá Jamie Oliver svo það er kannski ekkert skrýtið :-) Þetta er frábær aðferð til að elda kjúkling, að setja hann uppá bjórdós og ofnsteikja (eða á útigrillið). Punkturinn yfir i-ið er þessi frábæra kryddblanda og barbekjúsósan. Ég tvöfaldaði uppkriftina sem var passlegt fyrir okkur (5 fullorðnir og 3 börn). Atli eldri sonur minn aðstoðaði mömmu sína við eldamennskuna. Með kjúklingnum buðum  við upp á salat, guacamole, hvítlauksbrauð og kalda hvítlaukssósu með sítrónukeim. Sósan samanstóð af eftirfarandi: 2 dósir sýrður rjómi, 1 hvítlauksrif, sletta af hlynsírópi, salt pipar, timjan, smá sítrónusafi.

Hráefni: 1 kjúklingur
1 x 330ml bjórdós
1 bolli barbecuesósa
1 rauður chillí
nokkrir vorlaukar
slatti af fersku kóríandaer
Kryddblandan
1 kúfuð matskeið reykt paprika
1 kúfuð teskeið af cayenne pipar
1 kúfuð matskeið Fennel fræ
1 kúfuð matskeið kóríander fræ
1 teskeið kúmen fræ
1-2 þurrkaðir rauðir chili
1 kúfuð teskeið Sea Salt
1 kúfuð matskeið svartur pipar
1 kúfuð matskeið púðursykur

Aðferð:
Byrjið á því að hita ofninn í 200°. Blandið öllu kryddinu vel saman. Berið ólívuolíu á kjúklinginn og nuddið kryddblöndunni vel á hann allan. Þá er komið að því að opna bjórinn og hella 2/3 í glas og drekka :-) Setjið kjúklinginn upp á bjórdósina og inn í ofn í klukkutíma og 20 mínútur. Takið kjúklinginn út úr ofninum og berið vel af barbekjúsósunni á hann, setjið aftur inní ofn í sirka 10 mínútur í viðbót. Skerið niður kórínader, vorlauk og chillí. Þegar kjúklingurinn er kominn úr ofninum takið þá bjórdósina úr honum og setjið hann á fat. Að lokum dreifið kórianderblöndunni yfir.


Wow! This chicken is so good. This recipe comes from Jamie Oliver so it is no surprise. It is a great way to cook a chicken. I doubled the recipe, which was enough for us, 5 adults and 3 children. My older son Atli helped his mama with the cooking.  We served the chicken with salad, guacamole, garlic bread, and cold lemony garlic sauce. 

Sauce: 2 small can of sour cream, 1 garlic clove, lemon juice, salt, pepper, thyme and a splash of Maple syrup.

Here you can find Jamie Oliver's amazing beer can chicken recipe!



Happy cooking
Áróra



 Images: dusty 

27.9.13

In the kitchen - Slow cooked chicken






Ég fékk þennan gullfallega Le Creuset leirpott í afmælisgjöf fyrir nokkrum dögum. Það komu þónokkrir réttir til greina þegar vígja átti pottinn en hægeldaður kjúklingur varð fyrir valinu. Hægeldaður kjúklingur með pönnusteiktum snjóbaunum, klettasalati, parmesan, ólífuolíu  og örlítið af truffluolíu, alveg dásamlegur kvöldmatur á þessum rigningardegi :-) Ég byrjaði á því að bera ólífuolíu á kjúklinginn saltaði með Maldon salti og svörtum pipar, setti 1 bolla af kjúklingasoði í pottinn, eldað í ofni við 120° í 3 1/2 tíma með lokinu á, lokið tekið af og hitinn hækkaður í 180° í 25 mínútur. Steikti snjóbaunir á pönnu uppúr ólífuolíu smá salt og pipar. Borið fram með klettasalati, Parmesanosti, sítrónubátum og góðri truffluolíu. 



I got this beautiful Le Creuset cast iron cookware for my birthday the other day. The first time I used it I made slow cooked chicken. I put some  olive oil on the chicken, salted it with Maldon salt and black pepper, put 1 cup of chicken broth to the pot, cooked it in the oven at 120 ° for 3 1/2 hours with the lid on, then removed the lid and increased the temperature  to 180 ° for 25 minutes. I served it with arugula, Parmesan, pan fried snow peas, lemon and a good truffle oil.


Bon appétit! 

Xx Áróra

images from my Iphone